„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2024 17:20 Kolbrún fagnar á bekknum Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. „Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
„Við gáfumst aldrei upp og það var það sem vann leikinn. Við vorum sex stigum undir þegar lítið var eftir en við komum til baka og náðum að klára þetta,“ sagði Kolbrún María í viðtali eftir leik. Stjarnan var yfir meiri hluta leiksins og Kolbrún var afar ánægð með varnarleik liðsins sem hélt Keflavík í 82 stigum. „Mér fannst við spila ógeðslega góða vörn. Við spiluðum geðveika vörn og ég held að það hafi verið lykillinn að sigrinum.“ Stjarnan var yfir í hálfleik líkt og í síðasta leik gegn Keflavík en að þessu sinni vann Stjarnan í stað þess að tapa seinni hálfleik með 38 stigum líkt og liðið gerði síðast. „Þetta var svoldið vont seinast þar sem við misstum þetta svakalega frá okkur og við ætluðum ekki að láta það gerast aftur.“ Lokamínúturnar voru ótrúlegar sem endaði með að Ísold Sævarsdóttir og Kolbrún gerðu síðustu fjögur stigin á vítalínunni. „Ég hef aldrei verið eins stressuð í lífinu og þegar Ísold var á vítalínunni en hún var ísköld og setti bæði vítin niður. Þá hugsaði ég jæja við getum þetta og skulum klára þetta.“ Þegar Stjarnan var tveimur stigum yfir og þrjár sekúndur voru eftir fór Kolbrún á vítalínuna en var það minna stressandi fyrir hana? „Nei ég ætlaði bara að negla þessu niður og ég gerði það en ég var alveg að deyja úr stressi. Við náðum að loka þessu.“ Eftir leik braust út mikill fögnuður þar sem Stjarnan jafnaði einvígið og Kolbrún var afar ánægð með að hafa náð að vinna Keflavík. „Við vorum ógeðslega glaðar þar sem við höfum aldrei unnið Keflavík áður. Það hefur verið markmið lengi að vinna þær og okkur tókst það sem var geggjað,“ sagði Kolbrún að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira