Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá framboði Viktors Traustasonar. Undirskriftalisti hans var gerður ógildur á þeim grundvelli að heimilisföng meðmælenda fylgdu ekki listanum.
Opnað hefur verið fyrir undirskriftasöfnun til klukkan 15 á morgun á vef Island.is þar sem Viktor getur safnað meðmælum á ný.
„Mitt helsta stefnumál og slagorð er: Enga þingmenn sem ráðherra!“ segir í tilkynningunni frá Viktori.