Markið gerði Niclas Füllkrug á 36. mínútu með föstu skoti eftir sendingu frá varnarmanninum Nico Schlotterbeck. Þetta var fimmtánda mark þýska landsliðsframherjans á tímabilinu.
Bæði lið fengu tækifæri til að skora fleiri mörk og PSG átti til að mynda tvö stangarskot í sömu sókninni.
En mark Füllkrugs skildi liðin að og Dortmund fer því með eins marks forskot í seinni leikinn á Parc des Princes á þriðjudaginn.
Markið sem Füllkrug skoraði má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.