Eftirminnileg Skotlandsferð FC Sækó: Spiluðu við Celtic og heimsóttu Hampden Park Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2024 10:01 Leikmenn FC Sækó eftir leikina gegn Falkirk. sækó Fótboltaliðið FC Sækó fór í mikla ævintýraför til Skotlands á dögunum. Þar spilaði liðið meðal annars við lið á vegum Celtic og Falkirk. Upphaf Sækó má rekja til 2011 en þá var það samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Félagið var svo stofnað þremur árum síðar og er það skipað notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið. Sækó gefur fólki með geðraskanir tækifæri til að stunda fótbolta sem auk þess sem markmið liðsins er að draga úr fordómum. Sækó hefur alla tíð notið liðsinnis KSÍ og unnið til grasrótaverðlauna UEFA. Í síðustu viku fór Sækó til Skotlands þar sem liðið mætti liðum á vegum Celtic og Falkirk. Að sögn aðstoðarþjálfara Sækó, Antons Magnússonar, heppnaðist ferðin vel. Sækó mætti liðum á vegum Celtic í Skotlandsferðinni. „Við fórum út á þriðjudaginn fyrir viku. Menn fengu fjóra klukkutíma til að hvíla áður en við fórum til Falkirk að spila,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Marc Boal átti veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar, í gegnum verkefni sitt Lava Cup. Hann hélt það á Íslandi í fyrra og í kjölfarið kom til tals að Sækó myndi fara til Skotlands. „Hann er forsprakki þess að þetta allt átti sér stað og var okkur innan handar í einu og öllu,“ sagði Anton. Á þriðjudaginn mætti Sækó annars vegar Falkirk og hins vegar liði sem nefndist Destiny United. Icelandic disability side FC Saeko kicked off their Scottish tour last night playing Falkirk T8's and Destiny United FC. Saeko will visit Hampden Park tomorrow and play Celtic Legends FFIT in the evening. #fotboltinet @SFootballMuseum @footballiceland pic.twitter.com/tP7nOIGjg7— Icelandic Football UK (@marcboal) April 24, 2024 „Við vorum með þokkalega breiðan hóp og honum var skipt í tvennt. Við spiluðum við Falkrik og Destiny, sjö á móti sjö. Hugmyndafræðin á bak við Destiny er svipuð og þeirri sem liggur Sækó til grundvallar,“ sagði Anton. „Þetta gekk ansi brösuglega fyrstu leikina enda flugþreytan algjörlega búin að keyra menn í kaf. En það breytti ekki miklu þegar kom að okkar mönnum. Þeir voru bara glaðir og ánægðir að fá svona ferð. Herramennirnir í Falkirk voru svo ansi góðir við okkur og gáfu okkur treyjur og svona.“ Daginn eftir leikina í Falkirk fór Sækó aftur til borgarinnar til að heimsækja stofnun sem heitir Falkirk Mental Health Association. „Það eru sjálfboðaliðar sem reka mjög öflugt starf fyrir fólk í Falkirk sem glímir við geðræn vandamál og maður að nafni Ian Dickinson, sem er forstöðumaður þar, var með góðan fyrirlestur. Þessi ferð var ekki bara hugsuð sem keppnisferð heldur einnig sem menningar- og fræðsluferð,“ sagði Anton. „Svo bárum við saman bækur okkar, hvernig geðheilbrigðismál eru í Falkirk og Skotlandi og heima. Þeim þótti mjög fróðlegt að vita hvernig við Íslendingar tökum á þeim málum og það var yndislegt að sjá hversu mikinn þátt Sækó-liðar voru tilbúnir að taka þátt í þeirri umræðu.“ Á fimmtudaginn fyrir viku fór Sækó til Glasgow. Liðið heimsótti Hampden Park, þjóðarleikvang Skota, og mætti svo Celtic á Stepford Sports Centre vellinum í Glasgow. Leikirnir þar fóru betur en leikirnir á þriðjudaginn en úrslitin voru auka atriði. FC Saeko squad having a great time visiting Hampden Park. Final match of their Scottish tour tonight against Celtic Legends FFIT at Stepford Sports Centre.@SFootballMuseum #fotboltinet@footballiceland pic.twitter.com/oRWYzOw1T8— Icelandic Football UK (@marcboal) April 25, 2024 „Aðalmálið var að búa til góðar stundir fyrir okkar félagsmenn, gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl og njóta lífsins. Þetta eru strákar sem hafa þurft að glíma við ýmislegt í gegnum ævina, áföll og annað sem maður vill ekki óska neinum,“ sagði Anton. „Þetta gekk ljómandi vel og við gætum ekki hafa óskað okkur betri útkomu fyrir félagið.“ Íslenski boltinn Geðheilbrigði Skotland Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Upphaf Sækó má rekja til 2011 en þá var það samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítalans. Félagið var svo stofnað þremur árum síðar og er það skipað notendum geð- og velferðarkerfisins, starfsmönnum þess og öðrum sem hafa áhuga á að styðja við verkefnið. Sækó gefur fólki með geðraskanir tækifæri til að stunda fótbolta sem auk þess sem markmið liðsins er að draga úr fordómum. Sækó hefur alla tíð notið liðsinnis KSÍ og unnið til grasrótaverðlauna UEFA. Í síðustu viku fór Sækó til Skotlands þar sem liðið mætti liðum á vegum Celtic og Falkirk. Að sögn aðstoðarþjálfara Sækó, Antons Magnússonar, heppnaðist ferðin vel. Sækó mætti liðum á vegum Celtic í Skotlandsferðinni. „Við fórum út á þriðjudaginn fyrir viku. Menn fengu fjóra klukkutíma til að hvíla áður en við fórum til Falkirk að spila,“ sagði Anton í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Marc Boal átti veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar, í gegnum verkefni sitt Lava Cup. Hann hélt það á Íslandi í fyrra og í kjölfarið kom til tals að Sækó myndi fara til Skotlands. „Hann er forsprakki þess að þetta allt átti sér stað og var okkur innan handar í einu og öllu,“ sagði Anton. Á þriðjudaginn mætti Sækó annars vegar Falkirk og hins vegar liði sem nefndist Destiny United. Icelandic disability side FC Saeko kicked off their Scottish tour last night playing Falkirk T8's and Destiny United FC. Saeko will visit Hampden Park tomorrow and play Celtic Legends FFIT in the evening. #fotboltinet @SFootballMuseum @footballiceland pic.twitter.com/tP7nOIGjg7— Icelandic Football UK (@marcboal) April 24, 2024 „Við vorum með þokkalega breiðan hóp og honum var skipt í tvennt. Við spiluðum við Falkrik og Destiny, sjö á móti sjö. Hugmyndafræðin á bak við Destiny er svipuð og þeirri sem liggur Sækó til grundvallar,“ sagði Anton. „Þetta gekk ansi brösuglega fyrstu leikina enda flugþreytan algjörlega búin að keyra menn í kaf. En það breytti ekki miklu þegar kom að okkar mönnum. Þeir voru bara glaðir og ánægðir að fá svona ferð. Herramennirnir í Falkirk voru svo ansi góðir við okkur og gáfu okkur treyjur og svona.“ Daginn eftir leikina í Falkirk fór Sækó aftur til borgarinnar til að heimsækja stofnun sem heitir Falkirk Mental Health Association. „Það eru sjálfboðaliðar sem reka mjög öflugt starf fyrir fólk í Falkirk sem glímir við geðræn vandamál og maður að nafni Ian Dickinson, sem er forstöðumaður þar, var með góðan fyrirlestur. Þessi ferð var ekki bara hugsuð sem keppnisferð heldur einnig sem menningar- og fræðsluferð,“ sagði Anton. „Svo bárum við saman bækur okkar, hvernig geðheilbrigðismál eru í Falkirk og Skotlandi og heima. Þeim þótti mjög fróðlegt að vita hvernig við Íslendingar tökum á þeim málum og það var yndislegt að sjá hversu mikinn þátt Sækó-liðar voru tilbúnir að taka þátt í þeirri umræðu.“ Á fimmtudaginn fyrir viku fór Sækó til Glasgow. Liðið heimsótti Hampden Park, þjóðarleikvang Skota, og mætti svo Celtic á Stepford Sports Centre vellinum í Glasgow. Leikirnir þar fóru betur en leikirnir á þriðjudaginn en úrslitin voru auka atriði. FC Saeko squad having a great time visiting Hampden Park. Final match of their Scottish tour tonight against Celtic Legends FFIT at Stepford Sports Centre.@SFootballMuseum #fotboltinet@footballiceland pic.twitter.com/oRWYzOw1T8— Icelandic Football UK (@marcboal) April 25, 2024 „Aðalmálið var að búa til góðar stundir fyrir okkar félagsmenn, gefa þeim tækifæri á að mynda tengsl og njóta lífsins. Þetta eru strákar sem hafa þurft að glíma við ýmislegt í gegnum ævina, áföll og annað sem maður vill ekki óska neinum,“ sagði Anton. „Þetta gekk ljómandi vel og við gætum ekki hafa óskað okkur betri útkomu fyrir félagið.“
Íslenski boltinn Geðheilbrigði Skotland Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn