Fjármunum veitt þangað sem neyðin er mest Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 3. maí 2024 09:00 Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Síerra Leóne Utanríkismál Þróunarsamvinna Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana ferðumst við, tveir fulltrúar frá utanríkismálanefnd Alþingis, um Síerra Leóne þar sem við kynnum okkur þróunarstarf Íslands í landinu. Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018 og í vikunni opnar þar formlega sendiskrifstofa til að halda utan um þróunarsamvinnuna. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar verið í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví og Úganda. Þar leggjum við áherslu á heilbrigðisþjónustu, menntun, vatnsöflun og hreinlætismál. Mannréttindi, jafnrétti kynjanna og umhverfis- og loftslagsmál eru síðan lögð til grundvallar í allri þróunarsamvinnu Íslands. Í Síerra Leóne hefur markmiðið verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Það eru verkefni sem Íslendingar þekkja vel og því tilvalið að útvíkka samstarfið við landið, enda þykir það henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims, en þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru aðkallandi. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið beittar grimmilegu ofbeldi með limlestingu á kynfærum. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Stjórnvöld í Síerra Leóne eru mjög treg til að uppræta kynfæralimlestingu kvenna, en íslensk stjórnvöld hafa undirbúið sérstakt samstarfsverkefni sem snýr að baráttunni gegn þessum alvarlegu mannréttindabrotum. Ísland er ríkt land í alþjóðlegum samanburði og vel í stakk búið til þess að láta gott af sér leiða. Ég tel að við eigum að uppfylla skyldur okkar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna og leggja okkar af mörkum í þróunarsamvinnu við fátækari ríki heims. Með því veitum við fjármunum þangað sem neyðin er mest. Rökin fyrir því eru því siðferðislegs eðlis, en auk þess er það auðvitað mikilvægt öryggismál. Þótt Ísland sé smáríki, er landið ríkt og framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru því ekki hlutfallslega há í samanburði við önnur ríki. Ég tel að það sé mikilvægt að við leggjum áherslu á að nýta sem best sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu og þannig margfaldast virði framlags okkar. Það er jákvætt að það sé haft að leiðarljósi í auknu samstarfi við Síerra Leóne. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun