Potter-stjarna harmar hvernig fór með Rowling Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2024 23:54 Radcliffe á stóran hluta frama síns J.K. Rowling að þakka en hann telur það ekki þýða að hann skuldi henni nokkuð um hans helstu hjartans mál. Vísir/EPA Daniel Radcliffe, stjarna kvikmyndanna um Harry Potter, segir að sér þyki ákaflega dapurlegt hvernig fór fyrir sambandi hans við J.K. Rowling, höfund Potter-bókanna, eftir að hann og fleiri leikarar lýstu sig ósammála henni um trans fólk. Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn. Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Rowling hefur orðið tíðrétt um trans fólk á undanförnum misserum og ítrekað lýst því sem hættulegu konum í ræðu og riti. Radcliffe lýsti stuðningi við trans fólk eftir að Rowling kallaði trans fólk „rándýr“ árið 2020. Emma Watson og Rupert Grint, meðleikarar Radcliffe, andmæltu orðum Rowling sömuleiðis. Breski rithöfundurinn hefur ekki fyrirgefið leikurunum fyrir að vera öndverðrar skoðunar. Í síðasta mánuði sakaði hún Radcliffe og hin um að halla sér upp að hreyfingu sem græfi undan konum og átti þar sem trans fólk. Radcliffe segist ekki hafa átt í neinum beinum samskiptum við Rowling eftir að hann mótmælti henni árið 2020 í viðtali við tímaritið Atlantic. Honum þyki það ákaflega dapurlegt. Um ummæli sín fyrir fjórum árum segir Radcliffe að honum hefði fundist það heigulskapur af sér að segja ekkert í ljósi þess að hann hefði unnið með samtökum sem reyna að koma í veg fyrir sjálfsvíg hinsegin fólks um árabil, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ég vildi reyna að hjálpa fólki sem varð fyrir neikvæðum áhrifum af þessum ummælum og að segja að ef þetta væru skoðanir Jo [Rowling] þá væru það ekki skoðanir allra þeirra sem tengdust Potter-merkinu,“ segir Radcliffe. Þrátt fyrir að líf hans hefði verið allt annað hefði Rowling ekki skapað Harry Potter þá þýði það ekki að sannfæring hans sé bundin henni alla tíð. „Ég held áfram að styðja rétt alls LGBTQ-fólks og ég ætla ekki að tjá mig frekar um það,“ segir leikarinn.
Hinsegin Bíó og sjónvarp Málefni trans fólks Hollywood Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira