Stórbætum samgöngur Logi Einarsson skrifar 3. maí 2024 11:16 Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Samgöngur Alþingi Byggðamál Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi öruggra samgangna er gríðarlegt hagsmunamál íbúa landsins. Ekki síst fólks sem býr á landsbyggðinni, í ljósi sérstæðrar búsetusamsetningar þjóðarinnar. Árið 1900 bjuggu um 11% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en eru nú nær 70%. Þetta hefur m.a. haft það í för með sér að lang stærsti hluti sérhæfðrar þjónustu hefur byggst þar upp en hefur á sama tíma látið undan á landsbyggðunum. Þrátt fyrir þetta eru fjárfestingar á Íslandi í samgöngum aðeins 0,5% af vergri landsframleiðslu. Í nýju útspili okkar í Samfylkingunni sem ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu samgöngumálum erum við mjög skýr um hvað þarf að gerast í samgöngumálum á Íslandi. Okkar grundvallarkrafa er meðal annars að fjárfestingar í samgöngum fari aftur upp í meðaltal OECD ríkja fyrir árið 2030 og verði 1% af vergri landsframleiðslu. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa framkvæmdir við 0 jarðgöng hafist og Samtök iðnaðarins hafa metið núverandi innviðaskuld á um 5% af vergri landsframleiðslu. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og munum aldrei geta byggt upp mjög sérhæfða þjónustu um allt land. Þess vegna þurfum við öflugri samgöngur; til að fólk geti sótt sér hana í nálægð byggðarlög eða geti treyst á öruggar og betri samgöngur til Reykjavíkur. Við sjáum t.d stöðuna á Sjúkrahúsinu á Akureyri en stofnunin hefur átt í vök að verjast síðustu ár. Sérfræðiþjónustu þar hefur farið minnkandi með þeim afleiðingum að margfalt fleiri sjúklingar þurfa að leita suður en þörf væri á. Upptökusvæði SAK, sem er annað tveggja skilgreindra sjúkrahúsa landsins, er allt Norður- og Austurland. Áætlað er að yfir 20.000 sjúklingar af því svæði þurfi að leita alla leið til Reykjavíkur árlega. Svipaða sögu má segja um margvíslega aðra þjónustu.. Samgöngumál eru mikilvægt heilbrigðismál en einnig mennta-, menningar-, atvinnu- og byggðamál. Síðast en ekki síst öryggismál. Í könnun sem gerð var fyrir nokkrum misserum kom í ljós að stór hluti íbúa í Fjallabyggðar, ekki síst konur, fann fyrir miklu óöryggi vegna slæms ástands samgangna á Tröllaskaga. Þeir sækja síður atvinnu í nálæga byggðarkjarna, jafnvel innan sama sveitarfélags og veigra sér við að sækja þangað nauðsynlega þjónustu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur þegar fólk velur sér stað til búsetu. Sama má auðvitað segja um íbúa á Vestfjörðum og Austurlandi, þar sem íbúar t.d. á Seyðisfirði eru innilokaðir svo dögum skiptir yfir vetrarmánuðina. Án þess að búa við ýmsa þjónustu sem þeim skal þó tryggð samkvæmt lögum. Samfylkingin vill framfarir í samgöngumálum um land allt. Til þess þarf að lyfta fjárfestingum í samgöngum aftur upp um flokk. Hægagangur síðustu ára er hreinlega ekki lengur í boði. Hér getur þú kynnt þér nánar um aðgerðir til árangurs í samgöngumálum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar