Beinagrindur og ástarsorg á Bessastöðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:14 Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, stendur hér við leifar grafhýsisins. Þar liggja tvær beinagrindur sem líklega eru af mæðgum; stiftamtsmannsfrú og dóttur hennar. vísir/Einar Tvær beinagrindur og byssukúlur eru á meðal þess sem hefur fundist við framkvæmdir við Bessastaði. Fornleifafræðingur segir aðra beinagrindina mögulega tilheyra konu sem dó úr ástarsorg. Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu. Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við Bessastaðakirkju þar sem meðal annars stendur til að bæta úr aðgengismálum. Ýmislegt hefur komið þar í ljós enda um sögulegt svæði að ræða. Merkasti fundurinn telst líklega tvær beinagrindur sem hvíla á botni grafhýsis sem fannst við kirkjugaflinn. Beinagrindurnar verða rannsakaðar til að skera úr um aldur og kyn en fornleifafræðingar telja líklegt að mæðgurnar Anna Vilhelmína og Anna Helena hvlíli þar hlið við hlið. „Sú eldri var gift stiftamtmanninum á staðnum á átjándu öld, Lauritz Thodal. Hann lét gera þetta grafhýsi fyrir sinn eigin pening en það er hvergi skrifað hverjir voru grafnir í þessu,“ segir Hermann Jakob Hjartarson, fornleifafræðingur, sem sér um uppgröftin. Talið er að heillegri beinagrindin til vinstri sé af dótturinni en sú til hægri af móðurinni. Líklegt þykir að kistulokið hafi gefið sig á líkamsleifar móðurinnar.vísir/Einar Ráðgátan ætti nú loks að leysast þar sem beinagrindurnar verða rannsakaðar á næstu dögum. Lauritz Thodal var skipaður stiftamtmaður á Íslandi árið 1770 og bjó með fjölskyldu sinni á Bessastöðum þar sem mæðgurnar létust og var dóttirin þá einunigs átján ára að aldri. „Samkvæmt heimildum dó hún úr ástarsorg, hvað sem það nú þýðir,“ segir Hermann. „Hún kynntist kaupmanni úr Hafnarfirði og stjúp pabba hennar leist ekki vel á þennan ráðhag og eiginlega bannaði henni að vera með honum. Sagan segir að hún hafi veslast upp og dáið skömmu eftir það.“ Dóttirin létst árið 1778 og móðir hennar árið 1770 og hafa því líklega hvílt í reitnum í um 250 ár.vísir/Einar Talið er grafhýsið hafi verið um tveggja metra hátt og einstakt á sínum tíma. Ef vel er að gáð má sjá ummerki á hlið kirkjunnar um að þar hafi verið dyr sem leiddu út í grafhýsið. Eftir rannsókn verða líkamsleifarnar lagðar aftur í reitinn. Fleira hefur þó komið í ljós í framkvæmdunum, meðal annars kirkjustétt sem er líklega frá sextándu öld og leiðir að gömlu kirkjunni sem situr undir þeirri nýju, og fjórar byssukúlur úr framhlaðningi sem reynt verður að aldursgreina. „Hvað það segir okkur er góð spurning en eitthvað hefur að minnsta kosti verið skotið hérna á einhverjum tímapunkti,“ segir Hermann. Byggja á skrúðhús við Bessastaðakirkju og bæta aðgengismál meðal annars.vísir/Einar Erfitt er að segja til um framkvæmdalok þar sem fleiri minjar blasa við í nær hverju skrefi. „Við erum mögulega meira að segja komin niður á einhverja hleðslu hérna undir þessu,“ segir Hermann og bendir í átt að gömlu kirkjustéttinni. „Það á eftir að koma í ljós en það eru vísbendingar um að það sé eitthvað aðeins eldra undir þessari hleðslu,“ segir Hermann og ljóst er að áhugavert verður því að fylgjast með framhaldinu.
Fornminjar Garðabær Þjóðkirkjan Kirkjugarðar Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira