„Við þurfum ekki að verjast neinu“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 7. maí 2024 15:22 Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, séra Guðrún Karls Helgudóttir og frú Agnes M. Sigurðardóttir. Vísir/Vilhelm Séra Guðrún Karls Helgudóttir, sem var kjörin biskup Íslands í dag, segist vilja leiða öfluga Þjóðkirkju. Hún muni beita sér fyrir því að meðlimum kirkjunnar fækki ekki. Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“ Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Fréttamaður ræddi við hana í Biskupsstofu eftir að niðurstöður biskupskjörs voru kunngjörðar eftir hádegi í dag. „Ég á eiginlega ekki orð yfir þakklæti. Ég er hrærð. Þakklát öllu kirkjufólki sem kaus mig,“ segir hún. Sátt með breytingar undanfarinna ára Frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem séra Guðrún leysir af hólmi þann 1. september, sagði í hádegisfréttum að hún væri ánægð með þær breytingar sem urðu á Þjóðkirkjunni á þeim tíma sem hún var biskup. Séra Guðrún segist sátt við þær breytingar að allmestu leyti, enda hafi hún setið á kirkjuþingi og tekið þátt í breytingunum „Mér líst vel á þá kirkju sem ég mun taka við að leiða. Ég er líka ákaflega þakklát Agnesi fyrir að hafa rutt brautina. Nú er búið að kjósa konu númer tvö til að leiða íslensku þjóðkirkjuna, og það er ekki síst Agnesi Sigurðardóttur að þakka, sem hefur verið biskup Íslands, og Sólveigu Láru [Guðmundsdóttur], sem var fyrsti vígslubiskupinn. Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir fráfarandi biskupVísir/Vilhelm Kirkjan eigi fullt erindi Séra Guðrún segir að erindi Þjóðkirkjunnar eigi alltaf við. Erindið sé alltaf kærleikur Guðs. „Við erum elskuð af Guði og trúin á Guð, trúin á almættið og hinn æðsta kærleika á alltaf við í samfélaginu. Auk þess sem Jesús Kristur og hans erindi, það klikkar aldrei.“ Þá segir hún að hún vilji leiða kirkju sem er í sókn, að kirkjan sé eingöngu í sókn, ekki í vörn. „Við þurfum ekki að verjast neinu. Raunverulegar úrsagnir úr Þjóðkirkjunni undanfarin ár hafa ekki verið svo margir en okkur munar um hverja og eina og einustu manneskju. Ég býð þau öll velkomin í Þjóðkirkjuna og ég mun gera það sem í mínu valdi stendur til þess að okkur fækki ekki enn meira, þó að við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, og reyna að fá þau til baka sem hafa meðvitað sagt sig úr þjóðkirkjunni en vilja þó kannski einhvers staðar innst inni tilheyra henni.“ Séra Guðrún Karls HelgudóttirVísir/Vilhelm Búið að skilja að eins mikið og hægt er Séra Guðrún segir að hún líti svo á að þjóðkirkja eigi enn erindi í íslensku samfélagi. „Vegna þess að í stjórnarskránni þá segir að það eigi að vera þjóðkirkja á Íslandi. Það er ekkert langt síðan það var samþykkt. Á sama tíma er ég hlynnt því að það séu sem allra, allra minnst tengsl milli ríkis og kirkju. Vegna þess að ég tel að það sé engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. En við erum búin að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt er einmitt núna.“
Þjóðkirkjan Trúmál Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00