Eurovision-hópurinn afklæðist milli atriða Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. maí 2024 16:19 Íslenski Eurovision-hópurinn klæðist eins kósýgöllum á milli rennsla á sviðinu í Malmö. Aðsend Bakraddasöngvarar Heru Bjarkar klæðast glæsilegum svörtum klæðnaði með gylltu kögri í stíl við gylltan samfesting Heru á sviðinu í kvöld. Þrátt fyrir glæsileikann þykir fatnaðurinn með eindæmum óþægilegur og er hópurinn fljótur að henda sér í kósýgallann á milli rennsla. „Það er alltaf ótrúlega gaman að vera í flottum fötum á sviði en það er ekki þægilegt. Þetta er eins og að fara úr brjóstarhaldaranum þegar maður kemur heim og vill bara líða vel,” segir söngkonan Íris Hólm um keppnisbúning íslenska Eurovison-hópsins. Íris er ein af bakröddum Heru Bjarkar. Þá er keppendum óheimilt að klæðast keppnisbúningunum utan sviðsins. Íslenski hópurinn prúðbúinn í keppnisgallanum.Aðsend Umræddur kósýgalli gegnir mikilvægu hlutverki að sögn Villa Óskar Vilhjálmssonar, sem er ein af bakröddum Heru: „Við náum jarðtengingu og spörum orku fyrir sviðið. Þetta er eins og að teygja eftir æfingu og gera sig tilbúin fyrir næstu átök. Gallinn er svo mikil skil á milli sviðsspennunar og undirbúningsspennunnar. Spennustigið verður að vera rétt og það þarf að passa að fara ekki í yfirspennu,” segir Villi Ósk. Hverfandi líkur á þátttöku í lokakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Veðbankar telja hverfandi líkur á að hún taki þátt í lokakeppninni á laugardagskvöld. Þungt eins og sandpoki Sem fyrri segir klæðist Hera Björk gylltum samfestingi í atriðinu með perlukögum. Samfestingurinn er hannaður af Sylvíu Lovetank en hún hannaði líka kjólinn sem Hera var í í Söngvakeppninni. Efnið fann hún í London en um er að ræða gyllt perluefni. „Þannig þetta er alveg svakalega sparklí á sviðinu og býr til þetta mikla endurkast. Þetta er líka mjög þungt, þetta er dálítið eins og að ganga með sandpoka í fanginu og míkrafón í hinni en þetta er svo gordjöss,“ sagði Hera í samtali við Vísi á dögunum. Þá gaf hún líka lítið fyrir spár veðbanka og sagði íslenska hópinn ekkert spá í þeim. Einbeitingin væri öll á að skila atriðinu af sér með sóma fyrir land og þjóð í kvöld. Eurovision Svíþjóð Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. 7. maí 2024 15:29 „Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. 7. maí 2024 12:55 Óttasleginn mömmuher og Eurovision Afi minn var svona persóna sem mér þótti vera stærri en lífið. Það geislaði af honum sjálfsöryggið, hann var hörkugreindur, flugskarpur og hnyttinn. Hann kynnti sér málin og vissi svo margt. Hann labbaði inn í herbergi og hann átti það, hann hreinlega gleypti það. 7. maí 2024 11:31 Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
„Það er alltaf ótrúlega gaman að vera í flottum fötum á sviði en það er ekki þægilegt. Þetta er eins og að fara úr brjóstarhaldaranum þegar maður kemur heim og vill bara líða vel,” segir söngkonan Íris Hólm um keppnisbúning íslenska Eurovison-hópsins. Íris er ein af bakröddum Heru Bjarkar. Þá er keppendum óheimilt að klæðast keppnisbúningunum utan sviðsins. Íslenski hópurinn prúðbúinn í keppnisgallanum.Aðsend Umræddur kósýgalli gegnir mikilvægu hlutverki að sögn Villa Óskar Vilhjálmssonar, sem er ein af bakröddum Heru: „Við náum jarðtengingu og spörum orku fyrir sviðið. Þetta er eins og að teygja eftir æfingu og gera sig tilbúin fyrir næstu átök. Gallinn er svo mikil skil á milli sviðsspennunar og undirbúningsspennunnar. Spennustigið verður að vera rétt og það þarf að passa að fara ekki í yfirspennu,” segir Villi Ósk. Hverfandi líkur á þátttöku í lokakeppninni Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Íslands hönd en hún stígur á svið í Malmö í kvöld en keppnin er sýnd í beinni útsendingu á RÚV klukkan sjö. Hera flytur lagið Scared of Heights og er númer átta í lagaröð kvöldsins. Veðbankar telja hverfandi líkur á að hún taki þátt í lokakeppninni á laugardagskvöld. Þungt eins og sandpoki Sem fyrri segir klæðist Hera Björk gylltum samfestingi í atriðinu með perlukögum. Samfestingurinn er hannaður af Sylvíu Lovetank en hún hannaði líka kjólinn sem Hera var í í Söngvakeppninni. Efnið fann hún í London en um er að ræða gyllt perluefni. „Þannig þetta er alveg svakalega sparklí á sviðinu og býr til þetta mikla endurkast. Þetta er líka mjög þungt, þetta er dálítið eins og að ganga með sandpoka í fanginu og míkrafón í hinni en þetta er svo gordjöss,“ sagði Hera í samtali við Vísi á dögunum. Þá gaf hún líka lítið fyrir spár veðbanka og sagði íslenska hópinn ekkert spá í þeim. Einbeitingin væri öll á að skila atriðinu af sér með sóma fyrir land og þjóð í kvöld.
Eurovision Svíþjóð Tíska og hönnun Tengdar fréttir Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. 7. maí 2024 15:29 „Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. 7. maí 2024 12:55 Óttasleginn mömmuher og Eurovision Afi minn var svona persóna sem mér þótti vera stærri en lífið. Það geislaði af honum sjálfsöryggið, hann var hörkugreindur, flugskarpur og hnyttinn. Hann kynnti sér málin og vissi svo margt. Hann labbaði inn í herbergi og hann átti það, hann hreinlega gleypti það. 7. maí 2024 11:31 Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Sjá meira
Tókst ekki að selja í öll auglýsingaplássin á RÚV í kvöld Ekki tókst að selja í öll auglýsingaplássin sem í boði eru á RÚV á meðan fyrri undankeppni Eurovision fer fram í Malmö í kvöld. Færri auglýsingar hafa selst fyrir keppnina en búist var við. 7. maí 2024 15:29
„Pollróleg“ en full eftirvæntingar fyrir kvöldinu Fulltrúar Íslands stíga á svið í fyrri undankeppni í Eurovision í kvöld en keppnin í ár er umdeildari en oft áður vegna framgöngu einnar þátttökuþjóðanna á Gasa. 7. maí 2024 12:55
Óttasleginn mömmuher og Eurovision Afi minn var svona persóna sem mér þótti vera stærri en lífið. Það geislaði af honum sjálfsöryggið, hann var hörkugreindur, flugskarpur og hnyttinn. Hann kynnti sér málin og vissi svo margt. Hann labbaði inn í herbergi og hann átti það, hann hreinlega gleypti það. 7. maí 2024 11:31
Óli Palli ætlar að horfa á Stöð 2 í kvöld Það er Eurovision í kvöld, Hera Björk stígur á stokk en víst er að afstaða Ríkisútvarpsins, að taka þátt þrátt fyrir að Ísrael sé með, hefur sett margan starfsmanninn í bobba. 7. maí 2024 11:50