Farangurinn flæktist fyrir Gísla: „Kom beint af flugvellinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2024 09:01 Gísli Þorgeir var ferskur, nýkominn af flugvellinum fyrir fyrstu æfingu. Vísir/Arnar Gísli Þorgeir Kristjánsson kom beint af Keflavíkurflugvelli á landsliðsæfingu í fyrradag en liðsfélagi hans Janus Daði Smárason var kominn töluvert fyrr á svæðið. Miklum farangri Gísla var um að kenna. „Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Ferðadagurinn gekk þannig séð bara ljómandi vel. Ég þurfti að bíða eftir töskunum og kom beint af flugvellinum. Ég er bara ferskur.“ Af hverju var Janus mættur svo löngu á undan ykkur Ómari Inga? „Út af því að hann var sniðugur og tók ekki með tösku. Ég þurfti að bíða aðeins eftir henni. Það er bara þannig,“ segir Gísli. Var hann með svo mikið dót með sér? „Það er standard að koma með eitthvað að heiman og fara svo með yfir til Þýskalands og svona.“ Klippa: Farangurinn flæktist fyrir Gísla Þá er gaman að koma heim á klakann. „Það er alltaf jafn gaman að koma til Íslands og fínasta veður þegar maður lenti á flugvellinum, það er ekki oft sem það gerist. Maður er bara í ljómandi skapi,“ segir Gísli sem er í toppformi. „Standið er gott, við erum á góðu róli í Magdeburg. Persónulega líður mér mjög vel og er bara klár slaginn.“ Magdeburg er komið á topp þýsku deildarinnar og getur unnið alla þrjá titla sem í boði eru. Stefnan er sett hátt, að venju. „Það góða við þetta er að þetta er allt í okkar höndum. Við eigum leik til góða og einhverjir fimm leikir eftir. Ef við vinnum þrjá erum við meistarar, svo er gott að eiga Final four í Köln inni. Þetta er bara skemmtilegasti fasinn sem er eftir og hrikalega spenntur,“ segir Gísli sem er ekki síður spenntur fyrir landsliðsverkefninu gegn Eistum. „Líka bara spenna fyrir þessari viku hérna. Það er alltaf gaman að koma í landsliðið og sýna hvað maður getur hérna. Við klárum þetta með stæl, vitum að við erum með betra lið en Eistarnir en við þurfum að svara fyrir ákveðin vonbrigði sem janúar var og koma með alvöru statement,“ segir Gísli. Er þetta skyldusigur? „Já, mér finnst það. Ef þú berð saman okkar lið og þeirra er klárt mál að við eigum að klára þetta lið.“ Ísland og Eistland mætast í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM í Laugardalshöll klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38 Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Bara að fara heim og hitta mömmu“ „Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun. 7. maí 2024 16:38
Fjórir frá vegna meiðsla: „Dagurinn ekkert frábær á skrifstofunni“ Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson tóku ekki þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla og verða að líkindum ekki með liðinu í komandi umspilsleikjum við Eistland. Tveir aðrir í þeirra stöðu eru einnig tæpir. 6. maí 2024 18:23