Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2024 11:36 Slökkviliðsmenn að störfum í Úkraínu í morgun. AP/Almannavarnir Úkraínu Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Flugher Úkraínu segir að 39 af 55 eldflaugum hafi verið skotnar niður og sömuleiðis hafi tuttugu af 21 sjálfsprengidróna sem notaðir voru til árásanna verið skotnir niður. Árásirnar eru sagðar hafa náð til sjö héraða Úkraínu og beindust þær að orkuverum og dreifikerfum. Flest þeirra héraða sem um ræðir eru ekki nærri víglínunni í Úkraínu, heldur í vesturhluta landsins. Ítrekaðar árásir Rússa á orkuinnvið Úkraínu samhliða skorti Úkraínumanna á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau, hafa komið verulega niður á orkuframleiðslu og dreifingu. Markmið Rússa með þessum árásum er að ná höggi á baráttuvilja Úkraínumanna, auk þess sem árásirnar koma niður á hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þar að auki kosta árásirnar Úkraínumenn verðmæt skotfæri fyrir loftvarnarkerfi og koma í veg fyrir að þeir geti beitt sínum bestu kerfum nær víglínunni. Árásirnar hafa leitt til þess að yfirvöld Úkraínu hafa þurft að loka á rafmagnsdreifingu tímabundið yfir daginn í nokkrum héruðum landsins. Áhrifin verða þó líklega enn áhrifameiri í sumar og í haust og vetur, þegar orkunotkun er mun meiri. Umfangsmiklum árásum sem þessum hefur fækkað á undanförnum vikum og hafa ráðamenn í Úkraínu áhyggjur af því að Rússar séu að safna skotfærum fyrir nýja umfangsmikla sókn í austurhluta landsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48
Fundu hlerunarbúnað í fundarherbergi ráðherra Starfsmenn öryggisstofnana Póllands fundu hlerunarbúnað í herbergi þar sem pólskir ráðherrar áttu að funda í dag. Búnaðurinn fannst við hefðbundna leit í aðdraganda fundarins en Pólverjar hafa ekki sagt hvort þeir telji sig vita hverjir komu honum fyrir. 7. maí 2024 11:29
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent