Minnisleysi eða þekkingarskortur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. maí 2024 09:00 Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Forsetakosningar 2024 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Formaður Alþýðuhreyfingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, sagði í grein á Vísir.is í gær að það hefði verið sláandi að heyra Katrínu Jakobsdóttur segja í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins á dögunum að tæki Alþingi ákvörðun um það að ganga í Evrópusambandið án þess að leggja málið í þjóðaratkvæði teldi hún það augljóslegt dæmi um mál sem bera ætti undir þjóðina. Nokkuð sem þó hefði ekki átt að koma honum á óvart. Vísaði Þorvaldur til þess að Katrín hefði greitt atkvæði með umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið árið 2009 og gegn því að sú ákvörðun yrði lögð í þjóðaratkvæði. Eftir sem áður stóð til að kosið yrði um mögulegan samning hefði komið til hans. „Hefur frambjóðandinn skipt um skoðun?“ spurði hann og taldi berlega að um eitthvað væri að ræða sem gerzt hefði nýverið. Formaðurinn hefur þannig ljóslega ekki fylgst nógu vel með. Til að mynda var þannig fjallað um það í fjölmiðlum í febrúar 2019 að Katrín hefði lýst því yfir í fyrirspurnatíma á Alþingi að mistök hefðu verið gerð með því að leggja ekki umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæði og áréttaði þar fyrri ummæli í þeim efnum. Þá lýsti hún því ítrekað yfir sem formaður VG að flokkurinn myndi ekki styðja slíka umsókn. Bezt treystandi til þess að standa vaktina Komið hefur að sama skapi ítrekað fram í máli Katrínar á liðnum árum að hún sé andvíg því að gengið verði í Evrópusambandið og hefur ekki verið í neinum feluleik með afstöðu sína í þeim efnum. Ólíkt til dæmis Höllu Hrund Logadóttur á fundi á Egilsstöðum í vikunni þar sem hún var ítrekað innt eftir afstöðu hennar til málsins sem hún kom sér jafnoft undan því að svara. Eins og hún hefur raunar gert í fleiri málum. Hvað varðar þriðja frambjóðandann sem mælist með hvað mest fylgi í könnunum, Baldur Þórhallsson, hefur hann eins og velþekkt er lengi verið einn ötulasti hvatamaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Fyrir vikið þarf ekki að velkjast í miklum vafa um það hver afstaða hans er þegar þessi mál eru annars vegar jafnvel þó hann hafi farið að tala á nokkuð óljósari nótum í þeim efnum eftir að hann lýsti yfir framboði. Ég er þannig ekki í nokkrum vafa um það að Katrínu sé bezt treystandi af þeim þremur til þess að standa vaktina gagnvart stjórnvöldum og sjá til þess að þjóðin hefði síðasta orðið kæmi til þess að tekin yrði sú ákvörðun af hálfu þeirra að fara með Ísland inn í Evrópusambandið án þess að bera það undir hana. Þar vegur ekki sízt þungt hennar mikla reynsla og þekking á því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar