Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 22:00 Jasmín Erla Ingadóttir kom til Vals frá Stjörnunni í vetur og hefur farið vel af stað á Hlíðarenda. vísir/Diego Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Jasmín var í leik með Val gegn Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta í fyrrakvöld þegar hún fékk slæmt höfuðhögg. Hún man aðeins brot af því sem gerðist eftir höggið, og þar til að hún byrjaði að ranka við sér í sjúkrabíl án þess að hafa hugmynd um af hverju hún væri stödd þar. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Þungt höfuðhögg Jasmínar „Ég man eiginlega voða lítið. Ég veit að ég fékk boltann í hausinn og ákvað að halda leik áfram, en svo þurfti ég að hlaupa út af vellinum því ég var við það að æla. Ég var bara að horfa á þetta aftur, en ég man ekkert eftir þessu,“ segir Jasmín í samtali við Vísi í dag. Vissi ekki hvar hún var stödd „Eftir þetta var ég greinilega ekki með neitt skammtímaminni, því ég vissi ekki hvar ég var eða hvaða dagur væri, eða neitt slíkt. Ég fór í sjúkrabíl og rankaði smá við mér þar. Það var óþægilegt því ég vissi ekki hvað var í gangi. Ég vaknaði í sjúkrabílnum og sá bara sjúkraflutningamann, en fannst ég alltaf vera að heyra að Arna Sif væri að koma með mér. Ég vissi því af henni sem var mjög gott,“ segir Jasmín en liðsfélagi hennar, Arna Sif Ásgrímsdóttir sem sleit krossband í hné í vor, fylgdi henni á sjúkrahúsið. Á meðan unnu liðsfélagar þeirra 2-1 sigur og er Valur með fullt hús stiga. „Á sjúkrahúsinu fór ég í ákveðin próf sem ég man svo sem ekki alveg eftir en mér leið þokkalega, miðað við allt, og fékk að fara heim.“ Jasmín Erla, sem er 25 ára, gerir sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft og þekkir það til að mynda frá vinkonu sinni. Hún fer sér því að engu óðslega við að komast aftur út á fótboltavöllinn, þó að fyrstu próf hafi komið vel út. Jasmín Erla Ingadóttir hefur þegar skorað þrjú mörk í fjórum leikjum í Bestu deildinni í sumar en þarf nú að taka sér hlé í einhvern tíma.vísir/Anton Þekkir alvarlegt dæmi frá vinkonu sinni „Ég er svolítið þung í hausnum en ekki með hausverki eða nein þannig einkenni. En maður veit ekkert hvernig svona þróast og þarf bara að bíða og sjá. Núna er málið að hvílast sem best og taka stöðuna eftir helgina. Ég hef ekki hugmynd [um hvenær ég fer aftur í fótbolta]. En ég þekki dæmi frá vinkonu minni sem er enn að díla við afleiðingar höfuðhöggs sem hún fékk fyrir sex árum, svo ég þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft. Ég ætla því að setja það í fyrsta sæti að ná mér, áður en ég fer að gera nokkuð. Ég geri þetta bara í samráði við þjálfarana og sjúkraþjálfara.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn