Fékk morðhótanir og ætlar að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. maí 2024 23:58 Fiona Harvey opnaði sig um þættina Baby reindeer í viðtali hjá Piers Morgan. Konan sem er talin vera innblásturinn fyrir annað aðalhlutverka þáttaraðarinnar Baby reindeer hafnar þeirri atburðarás sem dregin er upp í þáttunum. Hún segist hafa fengið morðhótanir í kjölfar þáttanna, sem mála hana upp sem bíræfinn eltihrelli. Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum. Netflix Hollywood Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Umrædd kona heitir Fiona Harvey og er 58 ára gömul frá Skotlandi. Hún opnaði sig í viðtali við Piers Morgan sem birt var fyrr í kvöld. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mK-isQXd_Qw">watch on YouTube</a> Þættirnir Baby Reindeer hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu. Þeir eru byggðir á sannsögulegum atburðum sem grínistinn Richard Gadd lenti í. Hann skrifaði þættina og fór með aðalhlutverkið sjálfur. Í þáttunum verður Gadd, Donny, fyrir barðinu á eltihrelli, konu að nafni Martha, sem byggist á Fionu. Það fundu netverjar út skömmu eftir að þættirnir komu út á streymisveitunni. Hún steig í kjölfarið fram og gaf það út að hún myndi leita réttar síns vegna þáttanna. Í viðtali sínu við Piers Morgan segir hún þættina skáldskap og ýkjur. „Fólk hefur fundið mig á internetinu, áreitt mig og hótað mér lífláti,“ sagði Harvey í viðtalinu. Hún hafnar þeirri atburðarás sem máluð er upp í þáttunum, þar sem persónan, sem byggð er á Harvey, sat um aðalpersónuna Donny, réðst á kærustu hans og áreitti foreldra hans. Þá kemur fram í þáttunum að Harvey hafi sent Gadd um 41 þúsund tölvupósta, fleiri hundruð raddskilaboð og 106 bréf. Hún hafi aðeins sent honum nokkra tölvupósta og um 18 skilaboð á samfélagsmiðlum. Harvey viðurkenndi að hún hafði ekki horft á þættina. Hún hafi hitt Gadd á bar í London „fimm eða sex sinnum“ og vissulega sagt honum að hann líkist hreindýrakálfi, sem titill þáttaraðarinnar byggist á. Hún hafi hins vegar ekki haft símanúmer hans, né átt í nokkurs konar vinasambandi með honum. „Láttu mig vinsamlegast í friði,“ voru skilaboð Harvey til Gadd í viðtali við Piers Morgan. Eftir að þættirnir komu út voru netverjar fljótir að tengja saman innlegg Harvey á samfélagsmiðlum við innlegg persónu Mörthu í þáttunum. Í kjölfarið hélt Gadd á samfélagsmiðla til að biðja aðdáendur að draga ekki ályktanir og missa sig í getgátum. Það væri ekki ætlunin með þáttunum.
Netflix Hollywood Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira