Segja vinslit hjá Tiger Woods og Rory McIlroy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:01 Rory McIlroy og Tiger Woods hafa verið miklir vinir en nú er samband þeirra sagt hafa breyst. Getty/Ross Kinnaird Rory McIlroy verður ekki aftur tekinn inn í leikmannaráð bandarísku PGA-mótaraðarinnar og einn af þeim sem er sagður hafa kosið gegn honum er Tiger Woods. Þeir Tiger og Rory hafa verið miklir félagar í gegnum tíðina en Golf Digest slær því upp að það séu vinslit hjá þeim. „Samband McIlroy and Woods hefur versnað mikið undanfarna sex mánuði. Það eru engin leiðindi en þeir hafa ólíka sýn á framtíð golfsins. Það hefur eitthvað komið upp á milli þeirra,“ skrifar blaðamaður Golf Digest og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Tiger Woods and Rory McIlroy's relationship has become "soured" amid "messy" PGA Tour board drama in recent months.From @jack_milko: https://t.co/4zlMMEgR0I— Playing Through (@_PlayingThrough) May 9, 2024 McIlroy gekk á sínum tíma mjög langt í að gagnrýna sádi-arabísku mótaröðina en hann er núna opinn fyrir samvinnu, eitthvað sem margir aðrir kylfingar eru enn á móti. McIlroy telur að eina leiðina til að koma golfinu á rétta braut á nýju sé að fara að vinna saman við að styrkja íþróttina en ekki draga hana niður með deilum og því ófremdarástandi að bestu kylfingarnir séu ekki að spila á bestu mótunum. Tiger Woods-Rory McIlroy relationship souring as ‘messy’ PGA Tour drama grows https://t.co/bk7gwK7zxB pic.twitter.com/7bdutYvuf5— New York Post (@nypost) May 9, 2024 Þessi þróun mála sýnir ekki aðeins vinslitin hjá Rory og Tiger heldur einnig þá spennu sem ríkir í golfheiminum vegna kapphlaups PGA og LIV um að tryggja sér bestu kylfinga heims. Aftonbladet fjallar líka um málið. Í raun lýsa fróðir menn ástandinu sem hálfgerðri ringulreið þar sem kylfingar, mótshaldarar og auglýsendur eru allir að toga í sitthvora áttina. Á sama tíma er hætt við því að vinsældir golfsins dvíni. Norður Írinn McIlroy var meðlimur í leikmannaráði PGA á sínum tíma en ákvað að hætta þar vegna þess að starfið þar tók að hans mati of mikinn tíma. Nú vildi hann komst aftur inn en fékk neitun. Tiger Woods and Rory McIlroy 'fall out' in new drama surrounding golfhttps://t.co/ykIi0XLKwU— talkSPORT (@talkSPORT) May 9, 2024 „Það voru greinilega einhverjir meðlimir í ráðinu sem af einhverri ástæðu leið ekki vel með það að fá mig aftur til baka,“ sagði McIlroy við Golf Digest. Hann nefndi ekki Tiger í þessu viðtali en Rory vill fara samningaleiðina því annars tapi allir. Patrick Cantlay, meðlimur í ráðinu, er sagður harður andstæðingur þess. PGA og LIV voru sögð ætla að fara samningaleiðina fyrir mörgum mánuðum síðan en lítið hefur frést af þeim samningum síðan. Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þeir Tiger og Rory hafa verið miklir félagar í gegnum tíðina en Golf Digest slær því upp að það séu vinslit hjá þeim. „Samband McIlroy and Woods hefur versnað mikið undanfarna sex mánuði. Það eru engin leiðindi en þeir hafa ólíka sýn á framtíð golfsins. Það hefur eitthvað komið upp á milli þeirra,“ skrifar blaðamaður Golf Digest og hefur það eftir heimildarmönnum sínum. Tiger Woods and Rory McIlroy's relationship has become "soured" amid "messy" PGA Tour board drama in recent months.From @jack_milko: https://t.co/4zlMMEgR0I— Playing Through (@_PlayingThrough) May 9, 2024 McIlroy gekk á sínum tíma mjög langt í að gagnrýna sádi-arabísku mótaröðina en hann er núna opinn fyrir samvinnu, eitthvað sem margir aðrir kylfingar eru enn á móti. McIlroy telur að eina leiðina til að koma golfinu á rétta braut á nýju sé að fara að vinna saman við að styrkja íþróttina en ekki draga hana niður með deilum og því ófremdarástandi að bestu kylfingarnir séu ekki að spila á bestu mótunum. Tiger Woods-Rory McIlroy relationship souring as ‘messy’ PGA Tour drama grows https://t.co/bk7gwK7zxB pic.twitter.com/7bdutYvuf5— New York Post (@nypost) May 9, 2024 Þessi þróun mála sýnir ekki aðeins vinslitin hjá Rory og Tiger heldur einnig þá spennu sem ríkir í golfheiminum vegna kapphlaups PGA og LIV um að tryggja sér bestu kylfinga heims. Aftonbladet fjallar líka um málið. Í raun lýsa fróðir menn ástandinu sem hálfgerðri ringulreið þar sem kylfingar, mótshaldarar og auglýsendur eru allir að toga í sitthvora áttina. Á sama tíma er hætt við því að vinsældir golfsins dvíni. Norður Írinn McIlroy var meðlimur í leikmannaráði PGA á sínum tíma en ákvað að hætta þar vegna þess að starfið þar tók að hans mati of mikinn tíma. Nú vildi hann komst aftur inn en fékk neitun. Tiger Woods and Rory McIlroy 'fall out' in new drama surrounding golfhttps://t.co/ykIi0XLKwU— talkSPORT (@talkSPORT) May 9, 2024 „Það voru greinilega einhverjir meðlimir í ráðinu sem af einhverri ástæðu leið ekki vel með það að fá mig aftur til baka,“ sagði McIlroy við Golf Digest. Hann nefndi ekki Tiger í þessu viðtali en Rory vill fara samningaleiðina því annars tapi allir. Patrick Cantlay, meðlimur í ráðinu, er sagður harður andstæðingur þess. PGA og LIV voru sögð ætla að fara samningaleiðina fyrir mörgum mánuðum síðan en lítið hefur frést af þeim samningum síðan.
Golf Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti