Sá besti í heimi á þessu CrossFit tímabili kom til Íslands til að æfa með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:30 Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski tóku vel á því á ÍR-vellinum á Sumardeginum fyrsta. Skjámynd/The Training Plan Finninn Jonne Koski hefur verið að gera frábæra hluti á þessu CrossFit tímabili og í raun hefur enginn staðist honum snúninginn hingað til nú þegar tveir fyrstu hlutar undankeppni heimsleikanna eru að baki. Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sjá meira
Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sjá meira