Flóttamannastofnun SÞ gerir athugasemdir við útlendingafrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 07:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að herða útlendingalöggjöfina. Vísir/Vilhelm Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir nokkrar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um alþjóðlega vernd, í umsögn sem hefur verið birt á vef Alþingis. Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR. Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR.
Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira