Páfiðrildi við Krónuna í Skeifunni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. maí 2024 10:22 Páfiðrildið er afar fallegt. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Í gær náðust myndir af fallegu rauðbrúnu fiðrildi við Krónuna í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er um að ræða páfriðlidi eða Aglais io. „Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
„Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar.
Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira