Viðhorf breytist ekki við það bara að klæða sig í lögreglubúning Lovísa Arnardóttir skrifar 10. maí 2024 15:11 Jane segir áríðandi fyrir lögregluna að líta reglulega inn á við. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni. Úttektin er liður í samstarfsverkefni ríkislögreglustjóra, Háskólans á Akureyri og Un Women um að efla enn frekar jafnrétti í löggæslu á Íslandi. Í tilkynningu frá lögreglunni, sem birt var í vikunni, kom fram að framkvæmdasjóður jafnréttismála styrkti dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóra vegna verkefnisins. Markmið þess eru fjölbreytt en það er til dæmis að stuðla að réttlátari vinnumenningu, jafnari tækifærum til ráðninga og starfsframa á öllum sviðum löggæslu. Þá er það einnig markmið að veita öllum þegnum samfélagsins sanngjarna og góða þjónustu frá lögreglunni. Sérstök áhersla er lögð á það í verkefninu að styðja við íslensku lögregluna til auka enn frekar getu og skilvirkni við að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og bæta enn meðferð slíkra mála innan réttarvörslukerfisins. „Verkefnið miðar jafnframt að því að halda áfram að vinna að því að draga úr heimilisofbeldi, kynferðisbrotum og öðru kynbundnu ofbeldi og þar með efla enn frekar öryggi íslensks samfélags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Kortlagning fyrsti fasi Verkefnið verður framkvæmt í nokkrum fösum og felur sá fyrsti í sér kortlagningu á núverandi stöðu er varðar jafnrétti í löggæslu. Jane og Gerry hafa séð um kortlagninguna í samráði við fulltrúa embættis ríkislögreglustjóra en komu svo til landsins í síðustu viku til að afla upplýsinga í viðtölum og vettvangsferðum. Í heimsókn sinni hittu þau kennara og starfsfólk í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, nemendur, millistjórnendur lögreglu auk starfsfólks úr röðum sérhæfðra eininga líkt og sérsveit ríkislögreglustjóra. Gerry Campbell og Jane Townsley vinna saman að því að taka út lögreglufræðin hér á landi. Vísir/Vilhelm Verkefnið er enn á byrjunarstigi en lokaafurð þess eiga að vera tillögur til úrbóta sem þau munu fylgja eftir með samstarfsaðilunum. „Það sem við erum að skoða er hvernig við getum hjálpað lögreglunni að samþætta betur kynjasjónarmið,“ segir Jane og að hugtakið eigi bæði um þá þjónustu sem lögreglan veitir almenningi og um stefnur, regluverk og menningu innan lögreglunnar. Ólíkar þarfir karla og kvenna í útkalli „Sama hvort það er karlkyns eða kvenkyns lögreglumaður sem kemur á vettvang skiptir máli að taka til greina muninn á körlum og konum í útkallinu. Svo það sem lögreglan geri og sé samræmist samfélaginu sem hún vinnur í, svo það halli ekki á einhvern ákveðinn samfélagshóp til dæmis,“ segir Jane. „Lögreglumenn og lögreglan í heild er rosalega góð í því að telja sig vita hvað almenningur vill. En þetta snýst miklu meir um upplifun almennings og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Íslenskt samfélag er að verða meira fjölmenningarsamfélag. Hluti af því er að læra af mistökum sem til dæmis hafa verið gerð í öðrum löndum við slíkar aðstæður,“ segir Jane og að sem dæmi breytist eðli kynbundins ofbeldis oft við það að samfélög verði fjölmenningarlegri. Karlmenn eru oft í forystu innan lögreglunnar og talsmenn þegar alvarlegir glæpir eru framdir. Vísir/Vilhelm „Þetta snýst allt um að læra af öðrum og deila með öðrum því sem maður hefur lært.“ Hún segir mikla áherslu lagða á að fjölga konum innan lögreglunnar því í flestum löndum halli á þær innan lögreglunnar. Það þurfi þó meira til. „Jafnrétti innan lögreglunnar snýst samt ekki bara um konur í lögreglunni. Það snýst um karla og konur og það eru skilaboðin sem við erum að reyna að senda.“ Hún segir að það sé hægt að líta til margra ólíkra sviða. Til dæmis hvort að stefnur sem séu settar af yfirvöldum taki tillit til allra kynja. Stefnan geti fjallað um það til dæmis hvers sé ætlast af lögreglumönnum á vettvangi þegar tilkynnt erum ákveðna glæpi eins og ofbeldi í nánu sambandi. „Það þarf þarna að taka til greina ólíkar þarfir karla og kvenna við slíkar aðstæður.“ Jafnréttisfræðslan á ekki að vera í kassa uppi í hillu Jane segir að sérfræðingarnir skoði einnig hvernig fjallað er um kynjajafnrétti og hvort það sé samþætt allri þjálfun og kennslu lögreglufræðanna. „Við viljum ekki að nein lögreglustofnun neins staðar í heiminum setji allt sem tengist fjölbreytileika eða jafnrétti í kassa á einhverja hillu. Það á ekki bara að leggja þetta til hliðar og nota eftir hentugleika. Þetta snýst um að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða sama hvaða glæp er um að ræða,“ segir Jane og að þetta snúist ekki bara um lögregluna, heldur allt réttarfarskerfið. Jane segir að alls staðar, um allan heim, sé reynt að fjölga konum innan lögreglunnar. Það sé gert með því að skoða inntökuskilyrði og verklag. Vísir/Vilhelm „Ef við einblínum bara á lögregluna en ekki saksóknarana og dómarana þá virkar þetta ekki. Þetta snýst líka um að karlkyns lögreglumenn skilji hvernig viðbragð við heimilisofbeldi gæti verið betra í heildina,“ segir Jane og að þannig sé verið að leggja áherslu á áfallamiðaða þolendanálgun en gerendamiðaða rannsókn. Í takt við þetta séu þau skoða í íslenska náminu hvernig lögreglumenn séu undirbúnir og hvernig sé hægt að auka hlut kvenna í lögreglufræðunum, hvort það séu nógu margar að sækja um og af hverju þær eru ekki að sækja um og af hverju þær fari í gegnum námið en ákveði svo að starfa ekki innan lögreglunnar. „Við erum rétt að byrja og munum koma aftur til að kafa dýpra ofan í þetta,“ segir Jane og að nú séu þau að vinna að stöðumati. Hvað sé verið að gera vel og hvort það séu einhver göt sem hægt sé að stoppa í. Þegar þau koma aftur munu þau vinna að því að innleiða þær tillögur sem þau leggja til í kjölfarið á stöðumatinu. „Lögreglan verður auðvitað sjálf að sjá um innleiðinguna en við styðjum þau í að þróa tilraunaverkefni og eftirfylgd með þeim,“ segir hún og að eftir um ár verði svo hægt að hefja einhvers konar samanburð á þeirri stöðu sem er núna og verður þá. Vilja fá konur Á meðan þau Jane og Gerry voru á landinu ræddu þau við nemendur, kennara, skoðuðu stundaskránna í lögreglufræðunum en hittu einnig fulltrúa frá ýmsum félagasamtökum og þolendur kynbundins ofbeldis. „Við hittum líka fulltrúa Landhelgisgæslunnar því við sáum, í okkar rannsóknum, að það er mögulega hægt að læra af þeim hvernig er hægt að fá fleiri konur í lögregluna,“ segir Jane en þau eru með til skoðunar sérsveit ríkislögreglustjóra. „Þarna er eitthvað gott verklag sem er hægt að flytja á milli stofnanna.“ Inntökuskilyrðin í sérsveitinni er meðal þess sem er til skoðunar hjá sérfræðingum UN Women. Konur hafa ekki enn komist að í henni. Vísir/Vilhelm „Strákarnir í sveitinni sem við höfum talað við vilja endilega fá konur,“ segir hún og að það sem sé til skoðunar sé til dæmis kríterían sem sé sett til að fá inngöngu. „Það þarf að skoða hverjar takmarkanirnar eru en líka hvað það er sem sé aðlaðandi við sveitina fyrir konur. Þetta er dálítið eins og að tala við þolendur um það hvað lögreglan hefði getað gert betur og hvernig ferlið gæti verið betra.“ Menning innan lögreglu endurspeglar menningu út á við Hvað varðar menninguna innan lögreglunnar í þessu tilliti segir Jane það einnig skipta máli í þessari vegferð. Sem dæmi kom fram í nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Háskóla Íslands í fyrra að kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hafi aukist talsvert síðasta áratug. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Jane segir ekkert við þessar tölur koma henni á óvart. „Þú ert í vinnuumhverfi þar sem karlmenn eru ráðandi og vinnan okkar snýr að miklu leyti um að breyta þessari menningu og hugarfari sem fólk er með.“ Jane hefur framkvæmd ítarlega rannsóknir á rannsóknaraðferðum og verklagi lögreglu víða um heim og segir víða hafa séð sömu götin. Það vanti upp á áfallamiðaða nálgun, að setja þolandann í forgang, að leyfa honum að vera með og að leggja meiri áherslu á geranda en þolanda í rannsókninni. „Ef þú hugsar um samfélög þar sem feðraveldið er ríkjandi þá skiptir það ekki endilega máli hvort að einhver fari í lögreglubúning. Það eru einhver ríkjandi viðhorf í samfélaginu sem þessi manneskja kannski aðhyllist og það breytist ekki nema að við þjálfum og fræðum um kosti jafnréttis. Lögreglumenn eru mannlegir og mikilvægasti þátturinn er að fræða og að við hættum aldrei að fræða. Að þeir haldi áfram að fá fræðslu eftir því sem þeir starfa lengur. Þetta er alls ekki eitthvað sem verður lagað á einni nóttu.“ Konur eins og karlmenn sinna ólíkum verkefnum innan lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Hún segir að sem dæmi hafi árið 2001 nýju átaki verið rutt úr vör innan lögreglunnar í Bretlandi. „Gender is gender“. Þá hafi 16 prósent lögreglu verið konur. Hlutfallið sé núna í kringum 33 prósent. „Við náðum þessu aðeins með því að líta í öll horn. Við skoðuðum þjálfunina og hvar hallaði sérstaklega á konur. Þá kom í ljós til dæmis að ef einhver ætlaði að fara í einhverja sérþjálfun þurfti hann fara í burtu í 16 vikur. Annað dæmi er um að kvenkyns lögreglukonur voru ekki með búningsklefa og búningarnir og búnaðurinn voru hannaðir fyrir karlar. Við skoðuðum líkamshreystiprófin og breyttum þeim þannig þau eru í samræmi við starfið sem þú sinnir innan lögreglunnar,“ segir Jane og að breytingar á slíkar grundvallarbreytingar á skipulagi, verklagi og menningu hafi aðeins verið hægt að breyta á löngum tíma. Að líta inn á við Jane segir áríðandi stofnun eins og lögreglan líti reglulega inn á við. Ef einhver vandamál finnist við slíka skoðun sé svo tekið á þeim. Spurð hvert lokatakmarkaði sé segir Jane að þau ætli að koma aftur til að innleiða tilraunaverkefni og út frá því verði reynt að sjá hvaða verkefni ganga vel og þá hægt að útfæra þau betur. „Hugmyndin er að í mars á næsta ári getum við séð hvar við erum, hvað hafi gengið vel og hvað ekki.“ Jane segir ótrúlega hressandi að fá boð um að sinna slíkri vinnu á Íslandi. „Okkur finnst alveg frábært að Ísland bjóði okkur til sín til að skoða þau nánar. Út á við er Ísland á toppi kynjajafnréttis og ef land eins og það vill fá okkur til að sjá hvað er hægt að gera betur þá er það mikil hvatning og sterk skilaboð til annarra vestrænna ríkja um að það sé líka hægt að bæta stöðuna þar,“ segir hún og að þetta sé afar mikilvægt til að koma í veg fyrir að verða andvaralaus. „Það er alltaf hægt að gera betur.“ Lögreglan Jafnréttismál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Úttektin er liður í samstarfsverkefni ríkislögreglustjóra, Háskólans á Akureyri og Un Women um að efla enn frekar jafnrétti í löggæslu á Íslandi. Í tilkynningu frá lögreglunni, sem birt var í vikunni, kom fram að framkvæmdasjóður jafnréttismála styrkti dómsmálaráðuneytið og ríkislögreglustjóra vegna verkefnisins. Markmið þess eru fjölbreytt en það er til dæmis að stuðla að réttlátari vinnumenningu, jafnari tækifærum til ráðninga og starfsframa á öllum sviðum löggæslu. Þá er það einnig markmið að veita öllum þegnum samfélagsins sanngjarna og góða þjónustu frá lögreglunni. Sérstök áhersla er lögð á það í verkefninu að styðja við íslensku lögregluna til auka enn frekar getu og skilvirkni við að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og bæta enn meðferð slíkra mála innan réttarvörslukerfisins. „Verkefnið miðar jafnframt að því að halda áfram að vinna að því að draga úr heimilisofbeldi, kynferðisbrotum og öðru kynbundnu ofbeldi og þar með efla enn frekar öryggi íslensks samfélags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Kortlagning fyrsti fasi Verkefnið verður framkvæmt í nokkrum fösum og felur sá fyrsti í sér kortlagningu á núverandi stöðu er varðar jafnrétti í löggæslu. Jane og Gerry hafa séð um kortlagninguna í samráði við fulltrúa embættis ríkislögreglustjóra en komu svo til landsins í síðustu viku til að afla upplýsinga í viðtölum og vettvangsferðum. Í heimsókn sinni hittu þau kennara og starfsfólk í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, nemendur, millistjórnendur lögreglu auk starfsfólks úr röðum sérhæfðra eininga líkt og sérsveit ríkislögreglustjóra. Gerry Campbell og Jane Townsley vinna saman að því að taka út lögreglufræðin hér á landi. Vísir/Vilhelm Verkefnið er enn á byrjunarstigi en lokaafurð þess eiga að vera tillögur til úrbóta sem þau munu fylgja eftir með samstarfsaðilunum. „Það sem við erum að skoða er hvernig við getum hjálpað lögreglunni að samþætta betur kynjasjónarmið,“ segir Jane og að hugtakið eigi bæði um þá þjónustu sem lögreglan veitir almenningi og um stefnur, regluverk og menningu innan lögreglunnar. Ólíkar þarfir karla og kvenna í útkalli „Sama hvort það er karlkyns eða kvenkyns lögreglumaður sem kemur á vettvang skiptir máli að taka til greina muninn á körlum og konum í útkallinu. Svo það sem lögreglan geri og sé samræmist samfélaginu sem hún vinnur í, svo það halli ekki á einhvern ákveðinn samfélagshóp til dæmis,“ segir Jane. „Lögreglumenn og lögreglan í heild er rosalega góð í því að telja sig vita hvað almenningur vill. En þetta snýst miklu meir um upplifun almennings og hverjar eru þarfir og væntingar þeirra. Íslenskt samfélag er að verða meira fjölmenningarsamfélag. Hluti af því er að læra af mistökum sem til dæmis hafa verið gerð í öðrum löndum við slíkar aðstæður,“ segir Jane og að sem dæmi breytist eðli kynbundins ofbeldis oft við það að samfélög verði fjölmenningarlegri. Karlmenn eru oft í forystu innan lögreglunnar og talsmenn þegar alvarlegir glæpir eru framdir. Vísir/Vilhelm „Þetta snýst allt um að læra af öðrum og deila með öðrum því sem maður hefur lært.“ Hún segir mikla áherslu lagða á að fjölga konum innan lögreglunnar því í flestum löndum halli á þær innan lögreglunnar. Það þurfi þó meira til. „Jafnrétti innan lögreglunnar snýst samt ekki bara um konur í lögreglunni. Það snýst um karla og konur og það eru skilaboðin sem við erum að reyna að senda.“ Hún segir að það sé hægt að líta til margra ólíkra sviða. Til dæmis hvort að stefnur sem séu settar af yfirvöldum taki tillit til allra kynja. Stefnan geti fjallað um það til dæmis hvers sé ætlast af lögreglumönnum á vettvangi þegar tilkynnt erum ákveðna glæpi eins og ofbeldi í nánu sambandi. „Það þarf þarna að taka til greina ólíkar þarfir karla og kvenna við slíkar aðstæður.“ Jafnréttisfræðslan á ekki að vera í kassa uppi í hillu Jane segir að sérfræðingarnir skoði einnig hvernig fjallað er um kynjajafnrétti og hvort það sé samþætt allri þjálfun og kennslu lögreglufræðanna. „Við viljum ekki að nein lögreglustofnun neins staðar í heiminum setji allt sem tengist fjölbreytileika eða jafnrétti í kassa á einhverja hillu. Það á ekki bara að leggja þetta til hliðar og nota eftir hentugleika. Þetta snýst um að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða sama hvaða glæp er um að ræða,“ segir Jane og að þetta snúist ekki bara um lögregluna, heldur allt réttarfarskerfið. Jane segir að alls staðar, um allan heim, sé reynt að fjölga konum innan lögreglunnar. Það sé gert með því að skoða inntökuskilyrði og verklag. Vísir/Vilhelm „Ef við einblínum bara á lögregluna en ekki saksóknarana og dómarana þá virkar þetta ekki. Þetta snýst líka um að karlkyns lögreglumenn skilji hvernig viðbragð við heimilisofbeldi gæti verið betra í heildina,“ segir Jane og að þannig sé verið að leggja áherslu á áfallamiðaða þolendanálgun en gerendamiðaða rannsókn. Í takt við þetta séu þau skoða í íslenska náminu hvernig lögreglumenn séu undirbúnir og hvernig sé hægt að auka hlut kvenna í lögreglufræðunum, hvort það séu nógu margar að sækja um og af hverju þær eru ekki að sækja um og af hverju þær fari í gegnum námið en ákveði svo að starfa ekki innan lögreglunnar. „Við erum rétt að byrja og munum koma aftur til að kafa dýpra ofan í þetta,“ segir Jane og að nú séu þau að vinna að stöðumati. Hvað sé verið að gera vel og hvort það séu einhver göt sem hægt sé að stoppa í. Þegar þau koma aftur munu þau vinna að því að innleiða þær tillögur sem þau leggja til í kjölfarið á stöðumatinu. „Lögreglan verður auðvitað sjálf að sjá um innleiðinguna en við styðjum þau í að þróa tilraunaverkefni og eftirfylgd með þeim,“ segir hún og að eftir um ár verði svo hægt að hefja einhvers konar samanburð á þeirri stöðu sem er núna og verður þá. Vilja fá konur Á meðan þau Jane og Gerry voru á landinu ræddu þau við nemendur, kennara, skoðuðu stundaskránna í lögreglufræðunum en hittu einnig fulltrúa frá ýmsum félagasamtökum og þolendur kynbundins ofbeldis. „Við hittum líka fulltrúa Landhelgisgæslunnar því við sáum, í okkar rannsóknum, að það er mögulega hægt að læra af þeim hvernig er hægt að fá fleiri konur í lögregluna,“ segir Jane en þau eru með til skoðunar sérsveit ríkislögreglustjóra. „Þarna er eitthvað gott verklag sem er hægt að flytja á milli stofnanna.“ Inntökuskilyrðin í sérsveitinni er meðal þess sem er til skoðunar hjá sérfræðingum UN Women. Konur hafa ekki enn komist að í henni. Vísir/Vilhelm „Strákarnir í sveitinni sem við höfum talað við vilja endilega fá konur,“ segir hún og að það sem sé til skoðunar sé til dæmis kríterían sem sé sett til að fá inngöngu. „Það þarf að skoða hverjar takmarkanirnar eru en líka hvað það er sem sé aðlaðandi við sveitina fyrir konur. Þetta er dálítið eins og að tala við þolendur um það hvað lögreglan hefði getað gert betur og hvernig ferlið gæti verið betra.“ Menning innan lögreglu endurspeglar menningu út á við Hvað varðar menninguna innan lögreglunnar í þessu tilliti segir Jane það einnig skipta máli í þessari vegferð. Sem dæmi kom fram í nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Háskóla Íslands í fyrra að kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hafi aukist talsvert síðasta áratug. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Jane segir ekkert við þessar tölur koma henni á óvart. „Þú ert í vinnuumhverfi þar sem karlmenn eru ráðandi og vinnan okkar snýr að miklu leyti um að breyta þessari menningu og hugarfari sem fólk er með.“ Jane hefur framkvæmd ítarlega rannsóknir á rannsóknaraðferðum og verklagi lögreglu víða um heim og segir víða hafa séð sömu götin. Það vanti upp á áfallamiðaða nálgun, að setja þolandann í forgang, að leyfa honum að vera með og að leggja meiri áherslu á geranda en þolanda í rannsókninni. „Ef þú hugsar um samfélög þar sem feðraveldið er ríkjandi þá skiptir það ekki endilega máli hvort að einhver fari í lögreglubúning. Það eru einhver ríkjandi viðhorf í samfélaginu sem þessi manneskja kannski aðhyllist og það breytist ekki nema að við þjálfum og fræðum um kosti jafnréttis. Lögreglumenn eru mannlegir og mikilvægasti þátturinn er að fræða og að við hættum aldrei að fræða. Að þeir haldi áfram að fá fræðslu eftir því sem þeir starfa lengur. Þetta er alls ekki eitthvað sem verður lagað á einni nóttu.“ Konur eins og karlmenn sinna ólíkum verkefnum innan lögreglunnar. Vísir/Vilhelm Hún segir að sem dæmi hafi árið 2001 nýju átaki verið rutt úr vör innan lögreglunnar í Bretlandi. „Gender is gender“. Þá hafi 16 prósent lögreglu verið konur. Hlutfallið sé núna í kringum 33 prósent. „Við náðum þessu aðeins með því að líta í öll horn. Við skoðuðum þjálfunina og hvar hallaði sérstaklega á konur. Þá kom í ljós til dæmis að ef einhver ætlaði að fara í einhverja sérþjálfun þurfti hann fara í burtu í 16 vikur. Annað dæmi er um að kvenkyns lögreglukonur voru ekki með búningsklefa og búningarnir og búnaðurinn voru hannaðir fyrir karlar. Við skoðuðum líkamshreystiprófin og breyttum þeim þannig þau eru í samræmi við starfið sem þú sinnir innan lögreglunnar,“ segir Jane og að breytingar á slíkar grundvallarbreytingar á skipulagi, verklagi og menningu hafi aðeins verið hægt að breyta á löngum tíma. Að líta inn á við Jane segir áríðandi stofnun eins og lögreglan líti reglulega inn á við. Ef einhver vandamál finnist við slíka skoðun sé svo tekið á þeim. Spurð hvert lokatakmarkaði sé segir Jane að þau ætli að koma aftur til að innleiða tilraunaverkefni og út frá því verði reynt að sjá hvaða verkefni ganga vel og þá hægt að útfæra þau betur. „Hugmyndin er að í mars á næsta ári getum við séð hvar við erum, hvað hafi gengið vel og hvað ekki.“ Jane segir ótrúlega hressandi að fá boð um að sinna slíkri vinnu á Íslandi. „Okkur finnst alveg frábært að Ísland bjóði okkur til sín til að skoða þau nánar. Út á við er Ísland á toppi kynjajafnréttis og ef land eins og það vill fá okkur til að sjá hvað er hægt að gera betur þá er það mikil hvatning og sterk skilaboð til annarra vestrænna ríkja um að það sé líka hægt að bæta stöðuna þar,“ segir hún og að þetta sé afar mikilvægt til að koma í veg fyrir að verða andvaralaus. „Það er alltaf hægt að gera betur.“
Lögreglan Jafnréttismál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira