MAST olli Brúneggjum tjóni en RÚV sýknað Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 15:43 Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en dæmdi Matvælastofnun til skaðabótaábyrgðar í dag í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað stofnanirnar tvær í málinu. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Fyrirtækið var í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Bjarna Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í málinu, og þá er stofnuninni einnig gert að greiða Bala annars vegar og Geysi hins vegar fjórar milljónir hvoru um sig. Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. Í dómnum segir að augljóst sé að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Slá megi því föstu að afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar hafi orsakað þetta hrun. Sérstaklega er minnst á nokkur ummæli yfirdýralæknis MAST sem að mati dómsins féll ekki innan hlutverks stofnunarinnar. Sú háttsemi var ólögmæt og saknæm samkvæmt Landsrétti. Ummælin eru eftirfarandi: „Það verður að segjast eins og er að það er ekkert bú í líkingu við Brúnegg. Víða er pottur brotinn, en, en ekki í þessum mæli.“ „Aðgerðum gegn Brúneggjum er ekki lokið. Við erum ennþá með fyrirtækið í, ja, ég ætla nú ekki að segja gjörgæslu, en, en við erum að fylgjast mjög vel með því.“ „Það kemur mér virkilega á óvart að menn skuli ekki bregðast við kröfum um úrbætur sem að opinber stofnun gerir á þá. Heldur gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana þegar á að fara að beita hörðustu þvingunum sem að, sem að til eru.“ Um umfjöllun Kastljóss segir Landsréttur að ekki verði séð að hún hafi verið efnislega röng, ekki haft fréttagildi eða erindi við almenning. Að því virtu þótti ekki hafa verið fært sönnur á að RÚV hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Umfjöllun Kastljóss um Brúneggjamálið svokallaða vakti mikla athygli á sínum tíma. Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaun fyrir þátt sinni í umfjölluninni árið 2017.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira