Uppgjör: Fylkir - Breiðablik 0-3 | Öruggur sigur Blika á lánlausum Fylkismönnum Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 18:30 Blikar lágu í valnum gegn Val í síðustu umferð Vísir/Pawel Breiðablik gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld þar sem Fylkismenn tóku á móti þeim í Bestu deildinni. Fyrirfram hefði mátt búast við áhugaverðri viðureign þar sem bæði lið þurftu sigur eftir tap í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur var ákaflega tíðindalítill. Fylkismenn voru heldur kraftmeiri og heilt yfir mun líklegri í hálfleiknum. Á sama tíma var uppspil Breiðabliks hægt og sköpuðu þeir sér lítið sem ekkert. Fótboltaguðirnir spyrja víst ekki að því en í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Breiðablik mark gjörsamlega gegn gangi leiksins. Damir Muminovic átti frábæra sendingu bakvið vörn Fylkis sem virtist vera komin inní klefa í huganum. Þar var Aron Bjarnason sem komst aleinn innfyrir og skoraði fínasta mark. Liðin héldu til búningsklefa í hálfleik með 0-1 stöðu gestanna. Heimamenn væntanlega sársvekktir en Blikar stálheppnir á þeim tímapunkti. Fylkismenn mættu aftur sterkir útúr startholunum í seinni hálfleik. Aftur fengu þeir því ákveðið kjaftshögg á 55. mínútu þegar Blikar bættu í forystuna, gegn gangi leiksins. Það var Jason Daði sem fíflaði varnarmenn Fylkis við endalínu og sendir svo fasta fyrirgjöf með jörðinni á fjærstöngina þar sem Daniel Obbekjær lúrði aleinn. Eftirleikurinn var auðveldur þar sem Daniel var með opið mark og staðan orðin 2-0. Við það tóku Blikar öll völd á vellinum. Trúin hjá heimamönnum virtist algjörlega fara við annað mark Blika sem sigldu sigrinum heim á sjálfstýringu síðustu þrjátíu mínútur leiksins. Breiðablik bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma leiksins. Þar sem Jason Daði gerði aftur vel inní teignum og setur boltann á fjærstöngina þar sem eftirleikurinn er auðveldur hjá Benjamin Stokke. Lokastaðan 0-3 fyrir Breiðablik sem voru undir í baráttunni framan af en unnu ansi öruggan sigur. Mikið áhyggjuefni fyrir Fylki sem bara virðast ekki geta skorað. Atvik leiksins Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þeir fengu það rækilega í bakið í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Aron Bjarnason skorar. Einfaldlega ósanngjarnt mark miðað við gang leiksins. En Fylkismenn geta sjálfum sér um kennt. Mörkin verða ekki einfaldari en þetta. Ein sending inn fyrir vörnina og það er mark. Tökum ekkert að Blikum þó, þetta var snoturlega gert. Setti tóninn fyrir leikinn. Stjörnur og skúrkar Þetta var skrýtinn leikur. Blikar voru lakari aðilinn framan af en unnu samt örugglega. Jason Daði átti frábærar rispur og alltaf hættulegur með boltann. Hann átti tvær stoðsendingar og klárlega besti maður vallarins. Þá var stoðsending Damirs Muminovic frábær og hann var öruggur í sínum aðgerðum. Fylkirmenn áttu fínar rispur í leiknum og var þar sérstaklega Birkir Eyþórsson öflugur í bakverðinum. Framá við voru heimamenn í vandræðum og gerðu ítrekað ákaflega illa í sínum aðgerðum er liðið komst í góðar stöður. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari kvöldsins. Það var mjög lítið af um vafaatriðum í leiknum og stýrði leiknum vel. Helst mætti nefna að í örfáum litum atriðum sem gefin hafa verið spjöld fyrir hingað til á tímabilinu gaf hann ekki spjöld. Mjög örugg frammistaða. 8/10. Stemning og umgjörð Algjörlega frábær umgjörð í Árbænum. Það var trúbador á barnum fyrir leik sem ómaði um allt á vellinum þegar undirritaður mætti. Mjög skemmtilegt framtak. Völlurinn í toppstandi og virkilega vel að öllu staðið. Mæting til hreinnar fyrirmyndar, 1553 áhorfendur á vellinum. Viðtöl Jason Daði: „Aldrei verið betri“ Jason Daði Svanþórsson var frábær fyrir Breiðablik í sigri liðsins á Fylki og tók undir þá greiningu að þetta hafi verið skrýtinn leikur. „Fyrri hálfleikur var mjög skrýtinni. Við vorum eftir á í pressunni og þeir ná að setja á okkur. Í seinni hálfleik fannst mér við bara gera þetta ágætlega.“ sagði Jason við Vísi stuttu eftir leik. Breiðablik skoraði fyrsta mark í uppbótartíma fyrri hálfleik eftir að Fylkir höfðu verið sterkari aðilinn. Jason var sammála því að það mark hefði breytt ansi miklu. „Mörk breyta leikjum. Þetta var frábær sending hjá Damir og vel klárað hjá Aroni. Það var mjög gott að ná þessu svona fyrir hálfleik.“ sagði Jason og bætti við um frammistöðuna: „Mér fannst vera karakter í að vera svona undir í fyrri hálfleik en ná samt að setja mark. Erum síðan flottir í seinni hálfleik og krúsum þessu heim.“ Jason var með tvær stoðsendingar í leik dagsins og var alltaf líklegur. Hann var greinilega ekki fullkomlega sáttur við frammistöðuna þrátt fyrir það. „Ég var fínn. Gott að ná þessum tveimur stoðsendingum en margt sem ég hefði getað gert betur.“ Jason missti af leikjum á síðustu tímabili og náði ekki alveg takti í sína frammistöðu. Hvernig er staðan á honum í dag? „Ég hef aldrei verið betri þannig það er bara frábært.“ sagði Jason að lokum. Besta deild karla Fylkir Breiðablik
Breiðablik gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld þar sem Fylkismenn tóku á móti þeim í Bestu deildinni. Fyrirfram hefði mátt búast við áhugaverðri viðureign þar sem bæði lið þurftu sigur eftir tap í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur var ákaflega tíðindalítill. Fylkismenn voru heldur kraftmeiri og heilt yfir mun líklegri í hálfleiknum. Á sama tíma var uppspil Breiðabliks hægt og sköpuðu þeir sér lítið sem ekkert. Fótboltaguðirnir spyrja víst ekki að því en í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Breiðablik mark gjörsamlega gegn gangi leiksins. Damir Muminovic átti frábæra sendingu bakvið vörn Fylkis sem virtist vera komin inní klefa í huganum. Þar var Aron Bjarnason sem komst aleinn innfyrir og skoraði fínasta mark. Liðin héldu til búningsklefa í hálfleik með 0-1 stöðu gestanna. Heimamenn væntanlega sársvekktir en Blikar stálheppnir á þeim tímapunkti. Fylkismenn mættu aftur sterkir útúr startholunum í seinni hálfleik. Aftur fengu þeir því ákveðið kjaftshögg á 55. mínútu þegar Blikar bættu í forystuna, gegn gangi leiksins. Það var Jason Daði sem fíflaði varnarmenn Fylkis við endalínu og sendir svo fasta fyrirgjöf með jörðinni á fjærstöngina þar sem Daniel Obbekjær lúrði aleinn. Eftirleikurinn var auðveldur þar sem Daniel var með opið mark og staðan orðin 2-0. Við það tóku Blikar öll völd á vellinum. Trúin hjá heimamönnum virtist algjörlega fara við annað mark Blika sem sigldu sigrinum heim á sjálfstýringu síðustu þrjátíu mínútur leiksins. Breiðablik bætti svo við þriðja markinu í uppbótartíma leiksins. Þar sem Jason Daði gerði aftur vel inní teignum og setur boltann á fjærstöngina þar sem eftirleikurinn er auðveldur hjá Benjamin Stokke. Lokastaðan 0-3 fyrir Breiðablik sem voru undir í baráttunni framan af en unnu ansi öruggan sigur. Mikið áhyggjuefni fyrir Fylki sem bara virðast ekki geta skorað. Atvik leiksins Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þeir fengu það rækilega í bakið í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Aron Bjarnason skorar. Einfaldlega ósanngjarnt mark miðað við gang leiksins. En Fylkismenn geta sjálfum sér um kennt. Mörkin verða ekki einfaldari en þetta. Ein sending inn fyrir vörnina og það er mark. Tökum ekkert að Blikum þó, þetta var snoturlega gert. Setti tóninn fyrir leikinn. Stjörnur og skúrkar Þetta var skrýtinn leikur. Blikar voru lakari aðilinn framan af en unnu samt örugglega. Jason Daði átti frábærar rispur og alltaf hættulegur með boltann. Hann átti tvær stoðsendingar og klárlega besti maður vallarins. Þá var stoðsending Damirs Muminovic frábær og hann var öruggur í sínum aðgerðum. Fylkirmenn áttu fínar rispur í leiknum og var þar sérstaklega Birkir Eyþórsson öflugur í bakverðinum. Framá við voru heimamenn í vandræðum og gerðu ítrekað ákaflega illa í sínum aðgerðum er liðið komst í góðar stöður. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari kvöldsins. Það var mjög lítið af um vafaatriðum í leiknum og stýrði leiknum vel. Helst mætti nefna að í örfáum litum atriðum sem gefin hafa verið spjöld fyrir hingað til á tímabilinu gaf hann ekki spjöld. Mjög örugg frammistaða. 8/10. Stemning og umgjörð Algjörlega frábær umgjörð í Árbænum. Það var trúbador á barnum fyrir leik sem ómaði um allt á vellinum þegar undirritaður mætti. Mjög skemmtilegt framtak. Völlurinn í toppstandi og virkilega vel að öllu staðið. Mæting til hreinnar fyrirmyndar, 1553 áhorfendur á vellinum. Viðtöl Jason Daði: „Aldrei verið betri“ Jason Daði Svanþórsson var frábær fyrir Breiðablik í sigri liðsins á Fylki og tók undir þá greiningu að þetta hafi verið skrýtinn leikur. „Fyrri hálfleikur var mjög skrýtinni. Við vorum eftir á í pressunni og þeir ná að setja á okkur. Í seinni hálfleik fannst mér við bara gera þetta ágætlega.“ sagði Jason við Vísi stuttu eftir leik. Breiðablik skoraði fyrsta mark í uppbótartíma fyrri hálfleik eftir að Fylkir höfðu verið sterkari aðilinn. Jason var sammála því að það mark hefði breytt ansi miklu. „Mörk breyta leikjum. Þetta var frábær sending hjá Damir og vel klárað hjá Aroni. Það var mjög gott að ná þessu svona fyrir hálfleik.“ sagði Jason og bætti við um frammistöðuna: „Mér fannst vera karakter í að vera svona undir í fyrri hálfleik en ná samt að setja mark. Erum síðan flottir í seinni hálfleik og krúsum þessu heim.“ Jason var með tvær stoðsendingar í leik dagsins og var alltaf líklegur. Hann var greinilega ekki fullkomlega sáttur við frammistöðuna þrátt fyrir það. „Ég var fínn. Gott að ná þessum tveimur stoðsendingum en margt sem ég hefði getað gert betur.“ Jason missti af leikjum á síðustu tímabili og náði ekki alveg takti í sína frammistöðu. Hvernig er staðan á honum í dag? „Ég hef aldrei verið betri þannig það er bara frábært.“ sagði Jason að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti