„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 12:24 Lögmaðurinn Helgi Silva hefur gætt hagsmuna kvennanna. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01