Frá þessu er greint í tilkynningu lögreglu þar sem atvik dagsins eru skráð.
Mennirnir tóku „muni“ af manni og voru vopnaðir við verknaðinn. Þeir fóru af vettvangi á bifreið en rannsókninni miðar vel, eins og áður segir.
Þá var maður handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna, auk þess að hafa afskipti af aðila sem er grunaður um vörslu fíkniefna og er eftirlýstur. „Aðilinn reyndi að hlaupa frá lögreglu en var hlaupinn uppi og vistaður í þágu rannsóknar málsins.“
Þá var tilkynnt um þrjá menn í Kópavogi utan við verkstæði að ógna starfsmönnum. „Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til en enginn var slasaður eftir athæfið,“ segir í tilkynningu.