Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 10:18 Andri Lucas Guðjohnsen er sonur Eiðs Smára Guðjohnsen sem hjálpar honum með næstu skref í atvinnumennskunni. Vísir/Samsett mynd Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni. Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Andri Lucas skoraði sitt þrettánda deildarmark á leiktíðinni fyrir Lyngby í fyrrakvöld og virðist svo hafa skellt sér til Belgíu ásamt föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í samningaviðræður við forráðamenn Gent. Þetta fullyrðir belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws sem segir jafnframt að Gent þurfi sárlega á sóknarmanni að halda, eftir að hafa missti Hugo Cuypers til Chicago Fire og Gift Orban til Lyon. Helsti félagsskiptafréttamaður heims, Fabrizio Romano, hefur einnig staðfest að Andri Lucas gæti verið á leiðinni í raðir Gent. 🚨🇮🇸 Excl: Belgian side Gent make contact with Andri Gudjohnsen to sign 22 year old striker who’s top scorer in Denmark this season.Gent are keen on signing Gudjohnsen and talks will follow to advance on this possible deal. pic.twitter.com/GOxd5UnpMH— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 12, 2024 Andri Lucas gæti þar með orðið þriðji ættliður Guðjohnsen-ættarinnar til þess að spila í Belgíu en þar spilaði Eiður fyrir Cercle og Club Brugge, og Arnór afi hans Lokeren og Anderlecht Andri Lucas, sem er 22 ára, kom til Lyngby að láni frá Norrköping í Svíþjóð í fyrrasumar en Lyngby tilkynnti svo í síðasta mánuði að félagið hefði keypt hann, og samið við hann til þriggja ára. Hlutirnir gerast því hratt hjá Andra sem hóf ferilinn með varaliði Real Madrid, eftir að hafa alist upp meðal annars hjá Barcelona og Real. Belgísku deildinni er skipt upp í þrennt á vorin eftir stöðu liða, og er Gent nú efst í miðjuhlutanum og nánast búið að tryggja sér efsta sætið þar, og þar með sæti í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Sex lið eru í efsta hlutanum og því má segja að Gent hafi verið sjöunda besta liðið í Belgíu á leiktíðinni.
Danski boltinn Belgíski boltinn Tengdar fréttir Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00 Mest lesið Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. 11. maí 2024 12:01
Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. 10. maí 2024 19:00