„Ef KR-ingar vita að Óskar sé til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2024 10:30 Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR eftir síðasta tímabil. vísir/anton Sérfræðingar Stúkunnar segja að Gregg Ryder, þjálfari KR, sé í erfiðri stöðu, sérstaklega í ljósi þess að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé á lausu. KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
KR tapaði fyrir HK, 1-2, í Bestu deildinni á sunnudaginn en þetta var fjórði deildarleikur liðsins í röð án sigurs. Á föstudaginn bárust fréttir af því að Óskar Hrafn væri hættur sem þjálfari Haugasunds í Noregi. KR-inga dreymdi um að fá hann til að taka við liðinu síðasta haust og undanfarna daga hefur verið rætt um hvort þeir reyni aftur að fá hann núna. Staða Ryders í ljósi tíðinda föstudagsins og gengis KR að undanförnu var til umræðu í Stúkunni í gær. Kjartan Atli Kjartansson byrjaði á að spyrja Lárus Orra Sigurðsson hvort þetta allt saman hefði áhrif á Ryder. „Það ætti ekki að gera það. Ég veit ekki hvort það gerir það eða ekki. En hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því - hann talar um að aðalpressan sé hjá KR og það er örugglega rétt hjá honum - að það voru margir sem undruðu sig á þessari ráðningu og það var alveg vitað að um leið og eitthvað færi að bjáta á yrði horft á hann. Hann hlýtur að hafa vitað það, farandi inn í þetta starf, og nú er hann kominn inn í eldhúsið og það er orðið svolítið heitt. Hann verður bara að sýna úr hverju hann er gerður,“ sagði Lárus Orri. „Hann veit það alveg, Óskar var númer eitt í röðinni og Gregg var ekki einu sinni númer tvö eða þrjú,“ skaut Albert Brynjar Ingason inn í. „Hann gerir vel að ná í þetta starf. Þetta er stórt og mikið starf. Hann kom sér í þennan stól og sviðið er hans, að sýna hvað hann getur sem þjálfari.“ Klippa: Stúkan - umræða um KR Albert telur að starfið hjá KR sé Óskars Hrafns ef hann er klár að taka við uppeldisfélaginu. „Ef KR-ingar vita að Óskar sé laus og til í að koma, skiptir einhverju máli hvað Gregg gerir? Snýst þetta eitthvað um að bíða og sjá hvað Gregg gerir? Er þetta ekki meira spurning hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ sagði Albert. „Ég held að þetta fari bara eftir því hvort Óskar sé tilbúinn að koma eða ekki,“ bætti hann við. Umræða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir „Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Til skammar að koma úr atvinnumennsku eins og hann er að koma“ Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak Snæ Þorvaldsson, leikmann Breiðabliks, harðlega fyrir að vera í slæmu formi í Stúkunni í gær. 14. maí 2024 07:32