Friðlýsir hluta Fjaðrárgljúfurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 09:34 Frá vinstri: Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður, Sveinn Hreiðar Jensson, sveitastjórnarmaður í Skaftárhreppi, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, Auður Björnsdóttir, sveitarstjórnarmaður, og Björn Helgi Snorrason, sveitastjórnarmaður og varaoddviti, við Fjaðrárgljúfur. Stjórnarráðið Umhverfisráðherra friðlýsti í dag austuhluta Fjaðrárgljúfurs og svæði ofan þess austan megin. Friðlýsingin nær yfir svæði í eigu einkahlutafélags en það á í samvinnu við stjórnvöld um verndun og uppbyggingu innviða á svæðinu. Friðlýsta svæðið ofan gljúfursins austanmegin er í eigu Hverabergs ehf. Félagið skrifaði undir samstarfssamning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um uppbyggingu og verndu gljúfursins í janúar. Fjaðrárgljúfur er með vinsælli ferðamannastöðum á suðausturlandi. Ágangur vegna vaxandi vinsælda ferðamanna hefur leitt til þess að loka hefur þurft svæðinu tímabundið. HB Heiði ehf. sem á jörðina Heiði hóf gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur í fyrra. Sami eigenda er að HB Heiði og Hverabergi. Gljúfrið er einn og hálfur kílómetri að lengd og hundrað metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er sagt gott dæmi um virkt ferli landmótunar sem hófst í lok síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum sem sé enn í gangi í tilkynningu á vefsíðu umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytisins. Ofan við gljúfrið séu malarhjallar sem bendi til þess að jökullón hafi myndast fyrir framan hörfandi jökul og vegna fyrirstöðu sem lá efst í núverandi gljúfri. Lónið hafi fyllst tiltölulega fljótt af framburði en vatnsmiklar og aurugar jökulár hafi síðar átt auðvelt með að rjúfa sér farveg í undirliggjandi berggrunn úr móbergi. Innst í Fjaðrárgljúfri eru fossar og því er mótun þess enn í gangi jafnvel þó að Fjaðrá sé mun kraftminni en jökulárnar í lok ísaldar. Umhverfismál Skaftárhreppur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25 Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Friðlýsta svæðið ofan gljúfursins austanmegin er í eigu Hverabergs ehf. Félagið skrifaði undir samstarfssamning við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið um uppbyggingu og verndu gljúfursins í janúar. Fjaðrárgljúfur er með vinsælli ferðamannastöðum á suðausturlandi. Ágangur vegna vaxandi vinsælda ferðamanna hefur leitt til þess að loka hefur þurft svæðinu tímabundið. HB Heiði ehf. sem á jörðina Heiði hóf gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur í fyrra. Sami eigenda er að HB Heiði og Hverabergi. Gljúfrið er einn og hálfur kílómetri að lengd og hundrað metra djúpt þar sem það er dýpst. Það er sagt gott dæmi um virkt ferli landmótunar sem hófst í lok síðustu ísaldar fyrir um tíu þúsund árum sem sé enn í gangi í tilkynningu á vefsíðu umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytisins. Ofan við gljúfrið séu malarhjallar sem bendi til þess að jökullón hafi myndast fyrir framan hörfandi jökul og vegna fyrirstöðu sem lá efst í núverandi gljúfri. Lónið hafi fyllst tiltölulega fljótt af framburði en vatnsmiklar og aurugar jökulár hafi síðar átt auðvelt með að rjúfa sér farveg í undirliggjandi berggrunn úr móbergi. Innst í Fjaðrárgljúfri eru fossar og því er mótun þess enn í gangi jafnvel þó að Fjaðrá sé mun kraftminni en jökulárnar í lok ísaldar.
Umhverfismál Skaftárhreppur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25 Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Fjaðrárgljúfur Nýjir eigendur jarðarinnar Heiðar í Skaftárhreppi, þar sem má finna náttúruperluna Fjaðrárgljúfur, hafa síðustu mánuði unnið að því að lagfæra bílastæði og göngustíga ásamt því að laga til salernisaðstöðu á svæðinu. Samhliða því hefur gjaldtaka verið tekin upp á bílastæðum á svæðinu. 30. júní 2023 19:25
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44