Eru byssur meira fullorðins? Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. maí 2024 14:00 Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum. Þannig höfum við sent stoðtæki og teppi til Úkraínu, tekið þar þátt í að byggja upp færanleg neyðarsjúkrahús og þannig má áfram telja. Hjá núverandi ríkisstjórn hefur átt sér stað stefnubreyting sem ekki ríkir sátt um. Við sinnum ekki lengur aðstoð á borgaralegum forsendum en kaupum í staðinn vopn til að nota í stríðsátökunum. Utanríkisráðherra kallar eftir því að við Íslendingar fulltorðnumst í varnarmálum og setur það ákall í samhengi við friðarboðskap og aðstoð á borgaralegum forsendum, sem ég skil sem svo að fullorðið fólk eigi ekki að standa í nú um stundir. Byssur til að drepa fólk sé meira fullorðins. Við þurfum að fullorðnast og horfast í augu við hvernig staðan er í heiminum, segir utanríkisráðherrann íslenski. Þetta er ótrúlegur málflutningur sem hlýtur að hljóma skelfilega í eyrum sumra stjórnarliða. Við vitum hitt, að friður er forsenda velferðar, frelsis og mannréttinda, og að allir menn þrá að lifa við frið og öryggi. Þegar Ísland gegndi formennsku í norrænu ráðherranefndinni bar formennskuáætlun Íslands yfirskriftina: Norðurlönd - afl til friðar. Þetta var í fyrra. Ráðherrarnir hafa greinilega fullorðnast síðan þá. Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði í ár ber yfirskriftina: Friður og öryggi á Norðri. Norðurlönd eru þekkt fyrir að vera boðberar friðar, afvopnunar og friðsamlegra lausna. Og við þurfum að halda því áfram ekki síst þegar ástandið er í heiminum eins og það er og allar norrænu þjóðirnar að verða meðlimir í Nató. Ráðamenn eiga aldrei að gera lítið úr þeim sem tala fyrir friðsamlegum lausnum. Boðberar friðar þurfa að vera fleiri en ekki færri. Í þessu sambandi er líka rétt að rifja það upp að við eigum þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var einróma árið 2016 og endurskoðuð í þverpólitískri sátt í fyrra. Í inngangi hennar er lögð rík áhersla á frið og friðsamlegar lausnir. Þriðji töluliður stefnunnar kveður á um að ,,… aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hvað merkir að við tökum þátt á borgaralegum forsendum? Felur það í sér að sjá þjóðum fyrir vopnum í stríði? Við þurfum að vera viss um þjóðaröryggisstefnan sé ekki bara orðin tóm og bera ákvarðanir sem varða þjóðaröryggi saman við það sem í henni stendur. Enginn hörgull er á verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar og innviðauppbyggingar í Úkraínu sem mikilvægt er að styðja. Og enginn íslenskur ráðamaður má vera feiminn við að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar NATO Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum. Þannig höfum við sent stoðtæki og teppi til Úkraínu, tekið þar þátt í að byggja upp færanleg neyðarsjúkrahús og þannig má áfram telja. Hjá núverandi ríkisstjórn hefur átt sér stað stefnubreyting sem ekki ríkir sátt um. Við sinnum ekki lengur aðstoð á borgaralegum forsendum en kaupum í staðinn vopn til að nota í stríðsátökunum. Utanríkisráðherra kallar eftir því að við Íslendingar fulltorðnumst í varnarmálum og setur það ákall í samhengi við friðarboðskap og aðstoð á borgaralegum forsendum, sem ég skil sem svo að fullorðið fólk eigi ekki að standa í nú um stundir. Byssur til að drepa fólk sé meira fullorðins. Við þurfum að fullorðnast og horfast í augu við hvernig staðan er í heiminum, segir utanríkisráðherrann íslenski. Þetta er ótrúlegur málflutningur sem hlýtur að hljóma skelfilega í eyrum sumra stjórnarliða. Við vitum hitt, að friður er forsenda velferðar, frelsis og mannréttinda, og að allir menn þrá að lifa við frið og öryggi. Þegar Ísland gegndi formennsku í norrænu ráðherranefndinni bar formennskuáætlun Íslands yfirskriftina: Norðurlönd - afl til friðar. Þetta var í fyrra. Ráðherrarnir hafa greinilega fullorðnast síðan þá. Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði í ár ber yfirskriftina: Friður og öryggi á Norðri. Norðurlönd eru þekkt fyrir að vera boðberar friðar, afvopnunar og friðsamlegra lausna. Og við þurfum að halda því áfram ekki síst þegar ástandið er í heiminum eins og það er og allar norrænu þjóðirnar að verða meðlimir í Nató. Ráðamenn eiga aldrei að gera lítið úr þeim sem tala fyrir friðsamlegum lausnum. Boðberar friðar þurfa að vera fleiri en ekki færri. Í þessu sambandi er líka rétt að rifja það upp að við eigum þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var einróma árið 2016 og endurskoðuð í þverpólitískri sátt í fyrra. Í inngangi hennar er lögð rík áhersla á frið og friðsamlegar lausnir. Þriðji töluliður stefnunnar kveður á um að ,,… aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hvað merkir að við tökum þátt á borgaralegum forsendum? Felur það í sér að sjá þjóðum fyrir vopnum í stríði? Við þurfum að vera viss um þjóðaröryggisstefnan sé ekki bara orðin tóm og bera ákvarðanir sem varða þjóðaröryggi saman við það sem í henni stendur. Enginn hörgull er á verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar og innviðauppbyggingar í Úkraínu sem mikilvægt er að styðja. Og enginn íslenskur ráðamaður má vera feiminn við að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar