Almenn kvíðaröskun: léttvægt vandamál eða áhyggjuefni? Sævar Már Gústavsson skrifar 15. maí 2024 08:32 Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég hef gjarnan pirrað mig á því þegar ég heyri heilbrigðisstarfsfólk og aðra ræða um almenna kvíðaröskun sem „almennan kvíða“. Orðið „almennur“ er notað léttúðlega líkt og um sé að ræða léttvægt vandamál sem þarfnast ekki sérstakrar meðhöndlunar. Staðreyndin er hins vegar sú að helmingur fólks sem hefur einkenni sem falla undir geðgreininguna almenn kvíðaröskun (e. generalised anxiety disorder) upplifir alvarlega virkniskerðingu. Sem sagt þá hefur almenn kvíðaröskun umtalsverð áhrif á getu fólks til að sinna athöfnum daglegs lífs. Því er af og frá að um sé að ræða léttvægt vandamál. Helstu einkenni almennrar kvíðaröskunar eru þrálátar og ágengar áhyggjur um það sem skiptir viðkomandi máli líkt og fjármál, frammistaða í vinnu/skóla, eigin heilsa sem og annarra, öryggi ástvina o.fl. Þetta eru þau viðfangsefni sem við öll höfum áhyggjur af en það sem einkennir áhyggjur í almennri kvíðaröskun er hversu ágengar og tíðar þær eru. Áhyggjunum fylgja iðulega ýmis þrálát líkamleg einkenni t.d. vöðvabólga. Líkt og aðrar kvíðaraskanir er almenn kvíðaröskun krónískt vandamál og ólíklegt er að fólk hljóti bata án viðeigandi meðferðar. Þrátt fyrir að vandinn sé algengur þá fáir með almenna kvíðaröskun viðeigandi greiningu og meðferð. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að flestir sem leita sér aðstoðar á heilsugæslu vegna tilfinningavanda eru með almenna kvíðaröskun. Ein skýring á því hvers vegna fólk með almenna kvíðaröskun fær sjaldan viðeigandi greiningu og meðferð er að margir með vandann leita sér ekki aðstoðar vegna áhyggna og kvíða, heldur frekar vegna þrálátra líkamlegra einkenna líkt og vöðvabólgu, höfuðverks, meltingatruflana, svefntruflana eða áhyggna af líkamlegri heilsu. Auk þess er það oft svo að fólk með þennan vanda þekkir lífið ekki án kvíða og áhyggja og er því ekkert að nefna það sérstaklega. Svona hefur þetta bara alltaf verið og ekkert við því að gera. Fólk með almenna kvíðaröskun lýsir sér oft með eftirfarandi hætti: „Ég hef alltaf verið meðvirk“; „ég verð að gera allt fullkomnlega“; „ég verð alltaf að vita hvað er í gangi“; „ég höndla ekki að vera ekki með stjórn á hlutunum“; „ég er alltaf á nálum – alltaf tilbúin“. Einnig greinir fólk frá því að það upplifi sterka ábyrgðartilfinningu. Þeim finnst það þurfa að gera allt fyrir alla og er með stöðugt samviskubit yfir því að hafa mögulega yfirsést eitthvað. Þetta gerir það að verkum að fólk á erfitt með að vera til staðar hér og nú. Hugurinn er alltaf að leita að einhverju sem gæti klikkað eða farið úrskeiðis og hvernig hægt sé að bregðast við ef illa fer. Áhyggjurnar eru til staðar stóran hluta dags, erfitt er að slíta sig frá þeim og streitukerfi líkamans er sífellt í gangi. Til lengri tíma ýfir það upp líkamleg einkenni og getur á endanum leitt til örmögnunar. Klínískar leiðbeiningar (http://www.landspitali.is/umlandspitala/fjolmidlatorg/frettir/stok-frett/2016/03/29/Kliniskar-leidbeiningar-um-almenna-kvidroskun-og-skelfingarkvida/) mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarúrræði við almennri kvíðaröskun. Mikilvægt er að sá aðili sem veitir hugræna atferlismeðferð við almennri kvíðaröskun sé sérstaklega þjálfaður í aðferðum meðferðarinnar og hafi góðan skilning og reynslu af vandanum. Hér skal getið að hugræn atferlismeðferð snýst ekki um að hugsa „jákvætt“ eða „rétt“. Fremur gengur meðferðin út á samstarf tveggja sérfræðinga, skjólstæðingsins og sálfræðingsins, sem vinna saman að því að kortleggja kvíðavandann, koma sér saman um sameiginlegan skilning á vandanum og finna nýjar leiðir til að takast á við kvíðann og áhyggjurnar. Markmiðið í meðferð við almennri kvíðaröskun er ekki að útrýma áhyggjum eða kvíða – algjört áhyggjuleysi er ekki líklegt til árangurs. Fremur að finna nýjar leiðir til að takast á við öll þau vandamál sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að áhyggjurnar fari að lifa sjálfstæðu lífi og fari að skemma út frá sér. Höfundur er sálfræðingur á Samskiptastöðinni og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun