Spánarmeistarar Real skoruðu fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 21:46 Leikmenn Real fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Það var ekki að sjá að Real Madríd hafi gleymt sér í að fagna Spánarmeistaratitlinum þegar liðið tók á móti Alavés. Meistararnir unnu gríðarlega sannfærandi 5-0 sigur. Tímabilið hjá Real er hvergi nærri búið þó liðið sé komið búið að tryggja sér sigur á Spáni enda eru Madrídingar komnir í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Borussia Dortmund þann 1. júní næstkomandi. Hvað varðar leik kvöldsins þá átti Alavés, sem siglir lygnan sjó, aldrei möguleika. Jude Bellingham kom Real yfir á 10. mínútu eftir undirbúning Toni Kroos. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan orðin 2-0, Vinícius Júnior með markið eftir sendingu Edouardo Camavinga. 1⃣5⃣➕5⃣🟰⚽#RealMadridAlavés #LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/AijE3Me9m3— LALIGA (@LaLiga) May 14, 2024 Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kláruðu heimamenn svo dæmið. Bellingham fann þá Federico Valverde sem kom Real í 3-0. Yfirburðir heimamanna héldu áfram í síðari hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks lagði Bellingham boltann á Vini Jr. sem kom Madríd 4-0 yfir. Varamaðurinn Arda Güler skreytti svo kökuna með fimmta markinu þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 5-0. ꜱᴛᴀʀʙᴏʏ 🇹🇷🌟#LALIGAHighlights pic.twitter.com/mMrGmSViiY— LALIGA English (@LaLigaEN) May 14, 2024 Spánarmeistararnir eru nú komnir upp í 93 stig og geta endað tímabilið með 99 ef þeir vinna báða leikina sem þeir eiga eftir. Alavés er á sama tíma með 42 stig eftir 36 leiki. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Tímabilið hjá Real er hvergi nærri búið þó liðið sé komið búið að tryggja sér sigur á Spáni enda eru Madrídingar komnir í úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem þeir mæta Borussia Dortmund þann 1. júní næstkomandi. Hvað varðar leik kvöldsins þá átti Alavés, sem siglir lygnan sjó, aldrei möguleika. Jude Bellingham kom Real yfir á 10. mínútu eftir undirbúning Toni Kroos. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan orðin 2-0, Vinícius Júnior með markið eftir sendingu Edouardo Camavinga. 1⃣5⃣➕5⃣🟰⚽#RealMadridAlavés #LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/AijE3Me9m3— LALIGA (@LaLiga) May 14, 2024 Í uppbótartíma fyrri hálfleiks kláruðu heimamenn svo dæmið. Bellingham fann þá Federico Valverde sem kom Real í 3-0. Yfirburðir heimamanna héldu áfram í síðari hálfleik og þegar tuttugu mínútur lifðu leiks lagði Bellingham boltann á Vini Jr. sem kom Madríd 4-0 yfir. Varamaðurinn Arda Güler skreytti svo kökuna með fimmta markinu þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 5-0. ꜱᴛᴀʀʙᴏʏ 🇹🇷🌟#LALIGAHighlights pic.twitter.com/mMrGmSViiY— LALIGA English (@LaLigaEN) May 14, 2024 Spánarmeistararnir eru nú komnir upp í 93 stig og geta endað tímabilið með 99 ef þeir vinna báða leikina sem þeir eiga eftir. Alavés er á sama tíma með 42 stig eftir 36 leiki.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira