Gísli Eyjólfsson lagði upp þriðja mark Halmstad er liðið vann 3-0 sigur gegn Valgeiri Lunddal og félögum í Häcken í Íslendingaslag. Valgeir kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Häcken, en Gísli var í byrjunarliði Halmstad og var tekinn af velli á 86. mínútu fyrir Birni Snæ Ingason.
Eftir sigurinn er Halmstad með 15 stig í sjötta sæti eftir níu leiki, einu stigi minna en Häcken sem situr í fjórða sæti.
Þá var Andri Fannar Baldursson í byrjunarliði Elfsborg sem vann 6-1 sigur gegn AIK, en Eggert Aron Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Elfsborg situr nú í í áttunda sæti með 13 stig, einu stigi minna en AIK sem situr sæti ofar.