Einhver í herberginu segi ekki satt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2024 21:03 Halla Tómasdóttir sagði að sjálfsögðu engin tröll á sínum vegum. En miðað við það sem hún hefði séð í kosningabaráttunni þá væru sannarlega tröll á ferðinni. Vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir segir augljóst að einhver þeirra sex forsetaefna sem tóku þátt í kappræðum á Stöð 2 í kvöld hafi tröll á sínum snærum sem ati aðra auri. Einhver þeirra sé því ekki að segja satt. Forsetaefnin voru öll spurð út í baráttuna um Bessastaði og hvort það væri fólk í þeirra herbúðum sem mætti líkja við tröll í þeim efnum. Arnar Þór Jónsson sagðist hafa gert skrifleg tilmæli til sinna stuðningsmanna um að grafa ekki undan öðrum frambjóðendum. Óábyrgt sé að dreifa kjaftasögum. Halla Hrund sagðist ekki kannast við nein tröll nema þau sem búi í fjöllunum. Jóni Gnarr fannst spurningin asnaleg. Hvernig dytti fólki þetta í hug og þess utan, ef einhver væri með tröll á sínum snærum þá myndi viðkomandi aldrei viðurkenna það. „Það eru augljóslega einhver tröll því ég held að allir sem hér standa hafi orðið fyrir þeim,“ sagði Halla Tómasdóttir. „Það er einhver sem segir ekki satt um það.“ Sjái hún eitthvað slíkt á sínum vegum þá láti hún heyra í sér. Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson töluðu á þeim nótum að þau töluðu fyrir málefnalegri umræðu í sínum stuðningshópum. Ræða sín eigin gildi en ekki tala illa um aðra frambjóðendur. „Einhvers staðar leynast tröllin en þau munu frjósa þegar sólin kemur upp,“ sagði Baldur. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og rúmlega tvöfaldar fylgi sitt. 16. maí 2024 18:32 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
Forsetaefnin voru öll spurð út í baráttuna um Bessastaði og hvort það væri fólk í þeirra herbúðum sem mætti líkja við tröll í þeim efnum. Arnar Þór Jónsson sagðist hafa gert skrifleg tilmæli til sinna stuðningsmanna um að grafa ekki undan öðrum frambjóðendum. Óábyrgt sé að dreifa kjaftasögum. Halla Hrund sagðist ekki kannast við nein tröll nema þau sem búi í fjöllunum. Jóni Gnarr fannst spurningin asnaleg. Hvernig dytti fólki þetta í hug og þess utan, ef einhver væri með tröll á sínum snærum þá myndi viðkomandi aldrei viðurkenna það. „Það eru augljóslega einhver tröll því ég held að allir sem hér standa hafi orðið fyrir þeim,“ sagði Halla Tómasdóttir. „Það er einhver sem segir ekki satt um það.“ Sjái hún eitthvað slíkt á sínum vegum þá láti hún heyra í sér. Katrín Jakobsdóttir og Baldur Þórhallsson töluðu á þeim nótum að þau töluðu fyrir málefnalegri umræðu í sínum stuðningshópum. Ræða sín eigin gildi en ekki tala illa um aðra frambjóðendur. „Einhvers staðar leynast tröllin en þau munu frjósa þegar sólin kemur upp,“ sagði Baldur. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og rúmlega tvöfaldar fylgi sitt. 16. maí 2024 18:32 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Sjá meira
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52
Katrín tekur forystuna á ný og Halla T í sókn Katrín Jakobsdóttir tekur forystuna á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu en þó er ekki marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Halla Tómasdóttir er síðan í mikilli sókn og rúmlega tvöfaldar fylgi sitt. 16. maí 2024 18:32