Fjöldi fyrirtækja hætta með Rapyd Oddný Björg Rafnsdóttir skrifar 17. maí 2024 10:00 Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar