Diskóstemming í Bíóhöllinni á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. maí 2024 20:16 Guðni Geir, sem leikur prófessorinn og Sandra Björk, sem leikur Rut. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Akranesi þessa dagana þegar diskó er annars vegar því nemendur Brekkubæjarskóla eru að sýna söngleikinn „Diskóeyjan“ í Bíóhöllinni. Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni. Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni.
Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira