Diskóstemming í Bíóhöllinni á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. maí 2024 20:16 Guðni Geir, sem leikur prófessorinn og Sandra Björk, sem leikur Rut. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Akranesi þessa dagana þegar diskó er annars vegar því nemendur Brekkubæjarskóla eru að sýna söngleikinn „Diskóeyjan“ í Bíóhöllinni. Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni. Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni.
Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira