Ómar Ingi skoraði fjórtán mörk fyrir Magdeburg er liðið vann fimm marka sigur gegn Erlangen, 27-32.
Janus Daði Smárason bætti tveimur mörkum við og Gísli Þorgeir Kristjánsson einu, en Magdeburg trónir á toppi þýsku deildarinnar með 54 stig, tveimur stigum meira en Füchse Berlin sem situr í öðru sæti, þegar Magdeburg á aðeins fjóra leiki eftir á tímabilinu.
Þá skoraði Viggó Kristjánsson átta mörk fyrir Leipzig er liðið vann tólf marka sigur gegn Hamburg fyrr í dag, 39-27. Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir liðið.