Segir alvarlegt hvernig Katrín tjáði sig um Persónuvernd Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 19:47 Helga Þórisdóttir hafði gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar frá árinu 2015 þegar hún fór í leyfi vegna forsetaframboðsins. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segir alvarlegt hvernig Katrín Jakobsdóttir mótframbjóðandi hennar og fyrrverandi forsætisráðherra talaði um Persónuvernd við Kára Stefánsson forstjóra ÍE í Covid-faraldrinum án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar. Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað. Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað.
Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira