Kristján Guðmundsson: Aldrei brot og mjög slök frammistaða hjá dómurum leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2024 23:11 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Auðvitað er mjög erfitt að kyngja þessu en það verður bara að gera það“, sagði Kristján Guðmundsson eftir 3-4 tap Stjörnunnar gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Úrslitin réðust á röngum vítadómi í framlengingu. „Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum. Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
„Það sást alveg strax að það var aldrei um neitt leikbrot að ræða. Ég er búinn að horfa á þetta. [Mér leið] bara eins og flestum sem að spiluðu með Stjörnunni í kvöld. Mjög illa.“ Víti? Dæmi hver fyrir sig. Það liggur í það minnsta enginn vafi á því að Agla María skoraði örugglega úr vítaspyrnunni! pic.twitter.com/tcFtuj89iT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 19, 2024 Atvikið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér að ofan. Afskaplega svekkjandi fyrir Stjörnuna eftir allt erfiðið á undan við að vinna sig aftur inn í leikinn. Kristján sagði þetta súrt, en verður því miður að sætta sig við ákvörðunina því ekkert breytir henni úr þessu. „Ég held að það sé ekkert í reglugerðum sem bjóði upp á það. Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik og einhverjum finnst þetta mjög gaman.“ „Mér fannst heildar frammistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn, því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið núna, held ég verði ekki tekinn á teppið en… Ég styð það sem er verið að gera, bæta umgjörðina og taka aðeins á okkur þjálfurunum, en svona hlutir skemma svo mikið fyrir dómurunum. Við ypptum bara öxlum og sögðum hvað eruð þið að hugsa?“ „Vorum að gera réttu hlutina“ Þrátt fyrir afar svekkjandi lokaniðurstöðu var Kristján mjög ánægður með framlag sinna kvenna sem sneru tvisvar til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Fyrsta markið þarna á fyrstu mínútu, alveg út úr korti hvernig við erum að spila þar. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn, bara strax á fyrstu mínútu, ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn, vorum að gera réttu hlutina og okkur leið mjög vel. Frammistaðan var bara frábær. Einstaka leikmenn sem voru alveg ótrúlega góðar.“ Þá sagðist hann sjá miklar framfarir á liðinu, Stjarnan tapaði 5-1 í deildarleik gegn Breiðablik á dögunum en vann svo 4-3 gegn FH í næstu umferð. „Ég er búinn að hrósa öllum leikmönnum fyrir frammistöðuna. Í seinasta leik gegn FH og svo þessum þá eru góðar framfarir á liðinu, það er engin launung.“ Þegar frammistaða liðsins batnar þá hlýtur að vera eins og blaut tuska í andlitið að niðurstaða leiksins ráðist á slíkan hátt. „Það verður stærsta verkefni þessarar viku, að vinna leikmenn aftur upp í orkuna fyrir föstudagsleikinn, þær eru mjög svekktar með þetta. Alveg frá því að öskra og hlæja að svona uppákomu“ sagði Kristján að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira