Netanjahú hafnar handtökuskipuninni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 21:59 Benjamín Netanjahú hafnar algjörlega ákvörðun aðalsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins að fara fram á handtökuskipun á hendur sér. AP/Abir Sultan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hafnar alfarið handtökuskipun á hendur sér sem aðalsaksóknari hins Alþjóðlega sakamáladómstóls hefur farið fram á. Aðalsaksóknarinn sakar Netanjahú, Yoav Gallant varnarmálaráðherra og þrjá leiðtoga Hamas um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísraels sem staðið hafa yfir í um sjö mánuði. Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Netanjahú segir handtökuskipunina „fáránlega og falska“ og hét því að Ísraelsmenn héldu áfram baráttu sinni við Hamas þar til að algjörum sigri yrði náð. Það kemur í hlut þriggja dómara við dómstólinn að ákveða hvort framlögð sönnunargögn dugi til að réttlæta útgáfu handtökuskipana. Yfirleitt vara slík málaferli í tvo mánuði. Netanjahú og varnarmálaráðherrann hans, Yoav Gallant, standa ekki frammi fyrir tafarlausri handtöku þar sem Ísrael hefur ekki aðild að dómstólnum en komist dómarar að þeirri niðurstöðu að handtökuskipunin sé réttlát mun það gera þeim erfiðara um vik að ferðast erlendis. Netanjahú sagði ákvörðun aðalsaksóknarans ekki aðeins miðaða að sér og Gallant heldur að Ísraelsríki öllu. Jafnframt segist hann hafna alfarið samanburði Khans á ísraelskum yfirvöldum og Hamasliðum sem hann kallar „algjöra skrumskælingu á raunveruleikanum.“ „Þvílík ósvífni að setja Hamasliða, sem myrtu, brenndu, slátruðu, nauðguðu og rændu bræðrum okkar og systrum, á sama stall og hermenn ísraelska hersins sem berjast í réttlátu stríði,“ sagði Netanjahú. „Það er nákvæmlega svona sem hin nýja gyðingaandúð birtist okkur, hún hefur fært sig úr háskólum í Vesturlöndum í dómstóla í Haag. Þvílík skömm,“ bætti hann við. Benjamín Netanjahú hét því að halda átökum við Hamasliða áfram og sagði að engin ákvörðun eða þrýstingur úr nokkurri átt kæmi til með að hindra Ísraelsmenn í baráttu sinni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur einnig komið Netanjahú til varnar. Hann sagði ákvörðun aðalsaksóknarans svívirðilega og að ekkert jafngildi væri á milli leiðtoga Ísraels og Hamas og ítrekaði stuðning sinn við Ísrael í yfirlýsingu sem hann gaf frá sér í dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira