Vitnaleiðslum lokið án framburðar Trump Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2024 15:04 Donald Trump Trump með verjanda sínum Todd Blanche í réttarsal í New York. Blanche sagði ekkert ólöglegt við að fá götublað til að hjálpa framboði að drepa óþægilegar fréttir. AP/Dave Sanders/The New York Times Verjendur Donalds Trump luku við að kalla til vitni í þagnargreiðslumálinu í New York í dag. Trump bar ekki vitni í málinu þrátt fyrir að hann hefði fullyrt að hann ætlaði sér „algerlega“ að gera það áður en réttarhöldin hófust. Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Kviðdómur í málinu var sendur heim eftir að vitnaleiðslum lauk í dag. Hann verður kallaður næst saman fyrir málflutningsræður sækjenda og verjenda eftir viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump svaraði ekki spurningum fréttamanna um af hverju hann bæri ekki vitni á leið sinni úr dómshúsinu. Hann sagði í síðasta mánuði að hann ætlaði algerlega að bera vitni. „Ég ætla að bera vitni. Ég segi sannleikann. Ég meina, það eina sem ég get gert er að segja satt og sannleikurinn er að það er ekkert mál hér,“ sagði hann 12. apríl. Málið gegn Trump í New York er söguleg því þetta er í fyrsta skipti sem fyrrverandi Bandaríkjaforseti er sakborningur í sakamáli. Trump er ákærður fyrir skjalafals til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til klámstjörnu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vitni ákæruvaldsins lýstu því að Trump hefði gert samkomulag við þáverandi útgefanda götublaðs um að þagga niður óþægilegar frásagnir sem gætu skaðað forsetaframboð hans. Michael Cohen, þáverandi hægrihandarmaður Trump, sagðist hafa greitt Stormy Daniels, klámstjörnu sem sagðist hafa sængað hjá Trump, til þess að tryggja þögn hennar. Endurgreiðslur Trump-fyrirtækisins til hans hafi síðan verið dulbúnar sem „lögfræðikostnaður“. Verjendur drógu upp þá mynd af Cohen að hann væri lyginn glæpamaður sem væri ekki treystandi. Cohen hlaut fangelsisdóm fyrir sinn þátt í þagnargreiðslunni til Daniels á sínum tíma og fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi um ótengt mál sem varðaði fyrirtæki Trump.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Bendlaði Trump beint við þagnargreiðslurnar Fyrrverandi hægrihandarmaður Donalds Trump sagði fyrrverandi forsetinn hefði verið virkur þátttakandi í að greiða konum til að þegja um meinta kynlífsfundi þegar hann bar vitni fyrir dómi í gær. Hann sagðist jafnframt hafa logið og ógnað fólki fyrir hönd Trump. 14. maí 2024 09:09
Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. 8. maí 2024 10:43