Hvaðan kemur fylgi Katrínar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2024 17:00 Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu Jakobsdóttur atkvæði sitt í forsetakosningunum miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Mögulega klóra einhverjir sér í kollinum þegar þetta er sagt enda samrýmist þetta ekki þeirri mynd sem dregin hefur verið upp, einkum af ófáum pólitískum andstæðingum Katrínar, að hún njóti að langstærstu leyti fylgis úr röðum þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn fyrir utan Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Vísað er þar til hlutfalls þeirra sem styðja Katrínu af þeim sem styðja tiltekna stjórnmálaflokka. Sem sagt hlutfall af hlutfalli. Taka þarf fylgi flokkanna inn í myndina til þess að átta sig á því hvaðan stuðningur við hana kemur í raun. Miðað við síðustu könnun Maskínu vegna forsetakosninganna, sem geymir nýjustu upplýsingarnar í þeim efnum, og síðustu könnun fyrirtækisins um fylgi flokkanna kemur mest af fylgi Katrínar frá stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, eða 7,6%, og næstmest frá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, 6,6%. Mjög eðlilegt er vitanlega að hæst hlutfall fylgis Katrínar komi frá stuðningsmönnum þeirra flokka sem mests fylgis njóta samkvæmt könnunum. Hvað aðra flokka varðar koma um 3,9% af fylgi hennar frá VG, 3,4% frá Framsókn, 2,2% frá Viðreisn, 2,1% frá Miðflokknum, 0,9% frá Pírötum, 0,8% frá Flokki fólksins og 0,3% frá Sósíalistaflokknum. Stuðningur við Katrínu endurspeglar þannig kjósendur ágætlega með tilliti til þess hvaða flokk þeir styðja. Helzta frávikið er eðlilega VG sem hún var þar til fyrir skömmu í forystu fyrir. Vigdís vinsælust en með minnsta fylgið Talað hefur einnig verið um það að mikilvægt sé að sá einstaklingur sem hljóti kosningu í embætti forseta lýðveldisins njóti sem mests fylgis kjósenda. Helzt meirihluta atkvæða. Langur vegur er þó frá því að svo hafi alltaf verið. Raunar er það svo að fyrir utan Kristján Eldjárn hefur enginn forseti hlotið meirihluta atkvæða þegar hann hefur verið kosinn í fyrsta sinn. Þar spilaði án efa inn í að Kristján þurfti aðeins að etja kappi við einn annan frambjóðanda. Minnstan stuðning hlaut Vigdís Finnbogadóttir eða rúman þriðjung atkvæða. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, var þingkjörinn 1944. Annar forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson hlaut 46,7% atkvæða í kosningunum 1952. Tveir aðrir voru í framboði. Sá þriðji, Kristján Eldjárn, hlaut 65,6% atkvæða 1968 gegn einum öðrum sem fyrr segir. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fjórði forsetinn 1980 með 33,8% atkvæða. Þrír aðrir voru í kjöri. Fimmti forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hlaut 41,4% atkvæða gegn þremur öðrum 1996. Guðni Th. Jóhannesson var síðan kjörinn forseti 2016 með 39,1% gegn átta öðrum. Vigdís er sennilega vinsælasti og dáðasti forseti lýðveldisins þrátt fyrir að hafa hlotið minnst fylgi þegar hún var fyrst kjörin sem áður segir. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir það að hún áynni sér breiðan stuðning kjósenda eftir að hafa verið kjörin. Hið sama á við um aðra forseta og þar á meðal bæði Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson sem líkt og Katrín voru fyrrverandi stjórnmálamenn þegar þeir voru kjörnir. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það muni einnig eiga við um Katrínu verði hún kjörin næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun