Almannahagur eða nýfrjálshyggja? Reynir Böðvarsson skrifar 22. maí 2024 10:45 Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun