AGS leggur til skattahækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 11:53 Magnus Saxegaard formaður sendinefndar AGS. vísir/Sigurjón Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til að stjórnvöld hækki tiltekna skatta og dragi úr aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Ákvarðanir um útgjöld eigi að vera í höndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í nýrri úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að efnahagshorfur séu heilt á litið góðar þrátt fyrir ýmsa áhættuþætti. Aukin eldvirni á Reykjanesskaga gæti til dæmis valdið efnahagslegum skaða og einnig ófyrirséð útgjaldaauking í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Til að ná settum markmiðum í fjármálaáætlun gæti reynst þörf á frekari aðhaldsaðgerðum og leggur sendinefndin til að stjórnvöld íhugi nokkra kosti; Fækki vörum og þjónustu sem eru í neðra þrepi virðisaukaskatts, dragi úr skattastyrkjum og hækki skatt á söluhagnað af fasteignum þar sem fólk býr ekki. Þá segir einnig að stjórnvöld þurfi að grípa til frekari aðgerða eigi að ná markmiðum loftslagsáætlunar Íslands. Íhuga eigi hækkun á kolefnisgjaldi, til dæmis með því að hækka kolefnisskatta í atvinnugreinum með tiltölulega lága skatta á losun. Styttist í að hægt verði að lækka vexti Aðhald peningastefnunnar er sagt hæfilegt til að ná tökum á verðbólgunni en að óbreyttu styttist í að hægt verði að lækka vexti, segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndarinnar. „Ég tel að á seinni helmingi ársins gæti verið svigrúm til að lækka vexti en það veltur á þróun verðbólgu á næstu mánuðum,“ segir Magnus en það rýmar við spár greiningaraðila sem hafa reiknað með að vaxtalækkunarferli hefjist í haust. Frá kynningarfundi á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga í vetur.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld dragi úr aðkomu að kjarasamningum Nýgerðir kjarasamningar til fjögurra ára eru sagðir stórt skref í rétta átt á íslenskum vinnumarkaði og styðja við efnahagslegan stöðugleika. Framlag stjórnvalda hafi verið nauðsynlegt til að tryggja samkomulagið en með tímanum sé æskilegt að draga úr hlutverki hins opinbera í kjarasamningum. „Það sem við eigum við með því er að það er mikilvægt að ríkisstjórnin og Alþingi ákvarði í hvað peningum er varið. En til að ná því fram þarf að byggja upp traust á milli aðila vinnumarkaðarins og það er ferli sem mun taka einhvern tíma. Ég held að kjarasamningar þessa árs séu mikilvægt skref í þeirri vegferð,“ segir Magnus Saxegaard formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira