Sker úr um hvort sáðlát yfir andlit með valdi sé nauðgun Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 14:11 Hæstiréttur hefur samþykkt að taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Gareese Joshua Gray, sem var sakfelldur fyrir nauðgun í Landsrétti, áfrýjunarleyfi. Að mati Hæstaréttar er ekki útilokað að hann komist að annarri niðurstöðu en Landsréttur um hvort það teljist nauðgun að hafa sáðlát yfir andlit með valdi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi með héraðsdómi verið sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi samkvæmt ákvæði almennra hegningarlaga fyrir að hafa fróað sér þar sem að hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Landsréttur leit málið alvarlegri augum Landsréttur hafi staðfest sakfellingu leyfisbeiðanda en breytt heimfærslu brotsins og fallist á með ákæruvaldinu að háttsemin yrði heimfærð undir „önnur kynferðismök“ í skilningi ákvæðis hegningarlaga um nauðgun. Hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök en samræði við konuna. Dómur Landsréttar er ítarlega reifaður í fréttinni hér að neðan: Dugar þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Gray hafi vísað um skilyrði fyrir áfrýjunarleyfi til lokamálsliðar nefndrar greinar laga um meðferð sakamála, þar sem mælt er fyrir um að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli orðið við ósk hans um leyfi til áfrýjunar nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til að breyta dómi Landsréttar. Í ákvörðuninni segir að þó að ekki hafi verið um hreina sýknu að ræða í héraði verði að telja að fyrir hendi séu þær efnisástæður sem greinir í lokamálslið ákvæðisins. Gray hafi vísað til þess að málið hafi verulega almenna þýðingu og að uppi sé lagaleg óvissa um hvernig heimfæra skuli þá háttsemi sem sannað þyki að hann hafi viðhaft til refsiákvæða og byggt á því að úrlausn Landsréttar sé röng þegar horft er til dómafordæma Hæstaréttar frá árunum 2013 og 2015. Að virtum gögnum málsins verði að telja að úrlausn þess um heimfærslu háttsemi til refsiákvæða kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31