Íslendingarnir ekki meira með á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 09:30 Elvar Örn og Arnar Freyr eru komnir í sumarfrí. Melsungen Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson missa báðir af síðustu leikjum Melsungen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. Um er að ræða mikið áfall fyrir félagið sem er í harðri baráttu um sæti í Evrópu á næstu leiktíð. Félagið sendi út tilkynningu þess efnis í gær, miðvikudag. Þar segir einfaldlega að íslensku landsliðsmennirnir verði frá keppni allt til loka tímabilsins. Elvar Örn er að glíma við meiðsli á nára og hefur verið að spila í gegnum þau undanfarnar vikur. Eru þetta sömu meiðsli og héldu honum frá landsleikjum Íslands og Eistlands fyrr í þessum mánuði. Elvar Örn hefur verið einn jafnbesti ef ekki besti leikmaður Melsungen á tímabilinu og því um mikið högg að ræða. Arnar Freyr lék landsleikina tvo gegn Eistlandi en virðist hafa nælt sér í slæma pest og var því ekki með þegar Melsungen tapaði óvænt fyrir Wetzlar á föstudaginn var, 17. maí. Hefur sú ákvörðun verið tekin að Arnar Freyr muni ekki spila síðustu tvo leiki tímabilsins gegn Göppingen og Kiel í lokaumferðinni sem fram fer þann 2. júní næstkomandi. Melsungen er í 5. sæti deildarinnar með 41 stig að loknum 32 leikjum. Liðið á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á komandi leiktíð en töp í síðustu tveimur leikjunum gætu þýtt að lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach gætu endað í Evrópu – fari svo að þeir vinni þrjá leiki sem þeir eiga eftir. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Félagið sendi út tilkynningu þess efnis í gær, miðvikudag. Þar segir einfaldlega að íslensku landsliðsmennirnir verði frá keppni allt til loka tímabilsins. Elvar Örn er að glíma við meiðsli á nára og hefur verið að spila í gegnum þau undanfarnar vikur. Eru þetta sömu meiðsli og héldu honum frá landsleikjum Íslands og Eistlands fyrr í þessum mánuði. Elvar Örn hefur verið einn jafnbesti ef ekki besti leikmaður Melsungen á tímabilinu og því um mikið högg að ræða. Arnar Freyr lék landsleikina tvo gegn Eistlandi en virðist hafa nælt sér í slæma pest og var því ekki með þegar Melsungen tapaði óvænt fyrir Wetzlar á föstudaginn var, 17. maí. Hefur sú ákvörðun verið tekin að Arnar Freyr muni ekki spila síðustu tvo leiki tímabilsins gegn Göppingen og Kiel í lokaumferðinni sem fram fer þann 2. júní næstkomandi. Melsungen er í 5. sæti deildarinnar með 41 stig að loknum 32 leikjum. Liðið á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni á komandi leiktíð en töp í síðustu tveimur leikjunum gætu þýtt að lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach gætu endað í Evrópu – fari svo að þeir vinni þrjá leiki sem þeir eiga eftir.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira