Hetja Atalanta í fámennan hóp og fagnaði svo innilega með mömmu sinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 12:30 Lookman-fjölskyldan fagnar. Jean Catuffe/Getty Images Ademola Olajade Alade Aylola Lookman reyndist hetja Atalanta þegar ítalska félagið varð fyrsta allra liða til að leggja Bayer Leverkusen af velli á leiktíðinni í úrslitaleik Evrópudeildar karla í fótbolta. Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Ademola Lookman, eins og hann er einfaldlega kallaður, skoraði magnaða þrennu í leiknum. Sá hann þar með til þess að Xabi Alonso og lærisveinar hans í Leverkusen skrái sig ekki á spjöld sögunnar en liðið hafði ekki tapað einum einasta leik á leiktíðinni þangað til það mætti Atalanta í Dublin á Írlandi. Ef sögubækurnar eru opnaðar eru aðeins örfáir leikmenn karla megin sem hafa skorað þrennu þegar kemur að úrslitaleikjum í Evrópukeppni. Raunar eru þeir aðeins fjórir nú ef horft er í staka úrslitaleiki. Það eru þeir Ferenc Puskás, Alfredo Di Stéfano, Pierino Prati og Lookman. Ef við tökum úrslitarimmur með – þar sem spilaðir voru tveir úrslitaleikir – þá bætast þeir Jupp Heynckes og Lluis Pujol við. Puskás, Di Stefano, Puskás, Prati, Lookman... the only hat-tricks in major European finals.— Jonathan Wilson (@jonawils) May 22, 2024 Hvort einhver þeirra hafi skorað flottari þrennu en Lookman verður Stefán Pálsson sagnfræðingur að skera úr um en þrenna gærdagsins var með þeim flottari, allavega síðari tvö mörkin. Eftir að tryggja Atalanta sinn fyrsta Evróputitil í 116 ára sögu félagsins þá fagnaði Lookman innilega með liðsfélögum sínum sem og foreldrum sem voru mætt að styðja drenginn sinn. What it means 🥹#UELfinal pic.twitter.com/XTgCQ4KsGq— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Atalanta's hero 🏆#UELfinal pic.twitter.com/eMWGTrApCV— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hinn 26 ára gamli Lookman á ættir að rekja til Nígeríu og hefur spilað átta 21 A-landsleik síðan árið 2022 en þar áður lék hann fyrir yngri landslið Englands. Hann hóf ferilinn hjá Charlton Athletic á Englandi en færði sig um set árið 2017 þegar hann samdi við Everton. Var hann á hálfgerðu flakki næstu fimm árin. Hann var lánaður til RB Leipzig í Þýskalandi árið 2018 og félagið keypti hann í kjölfarið. Þar fann hann sig í raun aldrei og var lánaður til bæði Fulham og Leicester City áður en Atalanta keypti hann árið 2022. Þar virðist Lookman njóta sín en þessi sóknarþenkjandi leikmaður hefur til þessa á leiktíðinni skorað 15 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Alls hefur hann spilað 76 leiki, skorað 30 mörk og gefið 16 stoðsendingar. Baller ✨#UELfinal pic.twitter.com/NJqZPrxATT— UEFA Europa League (@EuropaLeague) May 22, 2024 Hann getur enn bætt við þessa tölfræði þar sem Atalanta á einn leik eftir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Gangi allt eftir í lokaumferðinni gæti liðið stokkið upp í 3. sæti en sama hvað gerist er ljóst að félagið mun spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira