Grípum gullið tækifæri og sendum heiminum skýr skilaboð…aftur Svandís Ingimundardóttir skrifar 23. maí 2024 11:01 Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Árið 1980 var Vigdís Finnbogadóttir kjörin forseti Íslands og það var í fyrsta sinn sem kona var kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum í heiminum. Ég held að áhrif þessa einstaka heimsviðburðar verði seint ofmetinn. Margir hér heima á Fróni fundu því ýmislegt til foráttu að einstæð móðir settist í forsetaembætti og tíndu margt til í því samhengi sem okkur finnst hreint með ólíkindum í dag og sem betur fer nógu mörgum þá líka. Þær úrtöluraddir hljóðnuðu fljótt og við fengum forseta sem setti mark sitt á mann-/kvenkynssöguna og gerði okkur Íslendinga að stoltri þjóð með framgöngu sinni hvert sem hún fór, innanlands jafnt sem utanlands. Í ár, á 80 ára afmæli lýðveldisins, fáum við Íslendingar annað slíkt tækifæri til þess að láta að okkur kveða á heimsvísu. Við fáum gullið tækifæri til þess að senda umheiminum skýr skilaboð og undirstrika mikilvægi jafnréttis, lýðræðis, manngildis og fjölbreytni. Sumir vilja meina að rödd Íslands sé of veikburða í stóra samhenginu en kjör Vigdísar ætti að vera nóg til að sannfæra okkur um hið gagnstæða. Ísland var jafnframt fyrsta vestræna ríkið í heiminum til þess að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Í dag sjáum við önnur vestræn ríki vera að átta sig á mikilvægi þessarar yfirlýsingar og fylgja í kjölfar okkar Íslendinga, þó alltof seint sé. Við höfum svo sannarlega rödd í alþjóðlegu samhengi og alla burði til þess að vera stolt af því, þó fámenn séum. Við skulum ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem við getum haft til góðs á heiminn í kringum okkur. Látum ekki tækifærin renna okkur úr greipum líkt og við gerðum í Eurovision. Hugsið ykkur þau margfeldisáhrif sem það hefði haft út um allan heim ef Ísland hefði séð til þess að palestínska fánanum hefði verið veifað um salinn í Malmö. Baldur Þórhallsson ber af sér einstaklega góðan þokka. Þó ég hafi ekki haft af honum persónuleg kynni hef ég bæði fylgst með honum sem kennara við Háskóla Íslands, hlustað á hann fjalla um sitt sérsvið af yfirgripsmikilli þekkingu og dýpt og fylgst með heiðarlegri og einlægri kosningabaráttu hans og eiginmanns hans undanfarnar vikur. Baldur er einn okkar helsti sérfræðingur þegar kemur að stöðu, hlutverki og mikilvægi smáríkja í samskiptum þjóða, í utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræðum og alþjóðasamskiptum. Þvílíkur fengur sem af því yrði að fá hann á Bessastaði. Hvað þá nú þegar ástandið í heiminum er svo ógnvænlegt að það er farið hafa áhrif á viðbúnað hjá okkar næstu nágrönnum á Norðurlöndum. Á sama tíma hafa áunnin mannréttindi fólks, sem við hér teljum bæði sjálfsögð og eðlileg verið hrifsuð til baka af stjórnvöldum sem aðhyllast öfgafulla þjóðernisstefnu og einræðistilburði. Þetta er að gerast í Evrópulöndum jafnt sem annars staðar í heiminum og við getum og eigum að nýta tækifæri okkar til áhrifa. Baldur, og eigimaður hans Felix, hafa verið í framvarðasveit réttindabaráttu samkynhneigðra í áratugi. Baldur var einn af stofnendum Félags samkynhneigðra stúdenta við HÍ og stýrði auk þess Mannréttindaskrifstofu Íslands í 2 ár svo fátt eitt sé nefnt. Við lifum einstaklega viðsjárverða tíma og þurfum að hugsa lengra og víðar en einvörðungu um okkar litla Ísland þegar við fáum, í annað skipti á 44 árum, gullið tækifæri eins og þetta til þess að senda umheiminum skýr skilaboð um það sem við viljum standa vörð um. Við viljum lýðræði og mannréttindi fyrir alla, við viljum réttsýnan og fjölhæfan forseta sem borið getur hróður okkar Íslendinga og áherslur út í alþjóðasamfélagið, við viljum forseta sem talar fyrir mikilvægi fjölskyldunnar, talar fyrir mannréttindum, talar fyrir landsbyggðargildum og mikilvægi radda barna og ungmenna en síðast en ekki síst fyrir samstöðumætti þjóðarinnar. Ég vil Baldur á Bessastaði! Höfundur hefur starfað að skólamálum mestalla ævina.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun