Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2024 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Björgólfur Thor Björgólfsson hefur samþykkt að greiða hluthöfum Landsbankans 1.050 milljónir króna í sáttargreiðslur, í máli sem málsóknarfélög hluthafa Landsbankans höfðuðu gegn honum. Þar með er málinu, sem velkst hefur um í kerfinu í um tólf ár, lokið. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Greint er frá þessu í fréttatilkynningu. Umrædd félög eru Fiskveiðihlutafélagið Venus hf., Hvalur hf. og þrjú hópmálsóknarfélög hluthafa Landsbanka Íslands, en alls tóku um 270 einstaklingar og félög þátt í málssókninni. Forsaga málsins eru kröfur þessara félaga á hendur Björgólfi, þar sem félögin töldu hann hafa haldið upplýsingum um umsvifamiklar lánveitingar frá hluthöfum bankans, brotið yfirtökureglur og þar með skapað hluthöfum tjón. Haft er eftir Björgólfi að hann hafi talið það „þjóðþrifaverk að binda enda á þessa lönguvitleysu.“ „Tíma mínum og íslenskra dómstóla er betur varið í annað en endalausar deilur um eldgamalt mál og fannst mér því rétt að ljúka þessum málum núna, þótt ég viðurkenni enga sök eða bótaskyldu og hafi mótmælt öllum ávirðingum með gildum rökum,“ segir Björgólfur. Sérstaklega er tekið fram að liður sé í samkomulagi aðila að Urriðahæð ehf., félag undir yfirráðum Róberts Wessman, eða félög sem honum tengjast fá engan hlut í þeirri greiðslu. Björgólfur var á sínum tíma stjórnarformaður og átti hlut í Samson eignarhaldsfélagi, sem var stærsti hluthafi Landsbankans þegar hann var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu þann 7. október 2008. Árið 2011 var auglýst eftir þáttöku hluthafa Landsbankans í undirbúningi að hópmálsókn gegn Björgólfi og árið 2014 voru skýrslutökur teknar í málinu, að gegnum sjö dómum Hæstaréttar í málinu. Málið var loks höfðað árið 2015 en vísað frá árið 2016. Í tilkynningunni er sagan rakin nánar: „Þau mál hafa frá þeim tíma gengið upp og niður í dómskerfinu. Þeim var í fyrstu vísað frá en Hæstiréttur snéri þeirri niðurstöðu við. Síðan var sýknað vegna fyrningar í málum Fiskveiðafélagsins Venusar hf. og Hvals hf. í héraðsdómi og Landsrétti en Hæstiréttur ómerkti þá niðurstöðu og vísaði málinu aftur til héraðsdóms.“ Þá hefur ágreiningur um hæfi dómenda í málinu ítrekað komið til úrskurðar á öllum dómstigum, nú síðast fyrir Landsrétti sem úrskurðaði á síðasta ári um skort á hæfi Jón Arnars Baldurs sem hafði verið tilnefndur. Björgólfur krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki en Landsréttur hafnaði því. Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Landslögum, sem rak málið fyrir stefnendur segir ánægjulegt að niðurstaða hafi náðst í málið. „Eru umbjóðendur mínir ánægðir með þau málalok sem nú liggja fyrir í formi sáttargreiðslu sem staðfestir mikilvægi málshöfðunar þeirra.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Landsbankinn Hrunið Tengdar fréttir Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Landsréttur fellst á kröfu Björgólfs Thors um vanhæfi Landsréttur telur Jón Arnar Baldurs vanhæfan til þess að sitja sem sérfróður meðdómsmaður í hópmálsókn hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Rétturinn fellst því á kröfu Björgólfs Thors sem krafðist þess að hann myndi víkja vegna tengsla við endurskoðunarfyrirtæki. 31. júlí 2023 11:47