Dómstóllinn hefur ekkert lögregluvald til að framfylgja dómum sínum. Rússnesk yfirvöld hafa sem dæmi hundsað álíka úrskurð frá árinu 2022 um að láta af innrás sinni í Úkraínu.
Fram kemur í umfjöllun AP um málið að áður en úrskurður var kveðinn upp hafi talsmaður ísraelska ríkisins sagt að engin öfl myndu stöðva ísraelsk yfirvöld í því að vernda borgara sína og að stöðva Hamas á Gasa.

Ólíklegt er að Ísrael verði við úrskurðinum en mögulega gæti niðurstaðan ýtt undir alþjóðlegan þrýsting en undanfarið hefur verið aukin gagnrýni á aðgerðir þeirra á Gasasvæðinu.
Á vef Reuters er haft eftir fjármálaráðherra Ísrael, Bezalel Smotrich, að þau muni ekki gangast við þessum úrskurði. Að gangast við úrskurðinum væri eins og að samþykkja að Ísraelsríki væri ekki til. „Ísrael mun ekki samþykkja það,“ sagði hann í yfirlýsingu.
Þar segir einnig að Hamas-liðum hafi þótt niðurstaða dómstólsins ásættanleg en ekki nægjanleg. Þeir kölluðu eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna myndi sjá til þess að úrskurðinum yrði framfylgt.
Forseti dómstólsins las úrskurðinn upp en þar segir meðal annars að ótti um aðgerðir á Rafah sé að raungerast og að aðstæður á svæðinu sé núna hægt að skilagreina sem „hörmulegum“. Í úrskurði dómstólsins er einnig kveðið á um halda landamærum við Egyptaland við RAfah opnum svo hægt sé að koma neyðargögnum og sinna almennri mannúðaraðstoð á svæðinu.

Þá kemur einnig fram í úrskurðinum að Ísrael verði að tryggja aðgang starfsmanna Sameinuðu þjóðanna sem vilja rannsaka eða kanna staðhæfingar um að þjóðarmorð eigi sér stað á Gasa.
Dómstóllinn hefur áður komist að því að aðgerðir Ísrael á Gasa stofni íbúum í raunverulega hætti.
Árás Ísraels hófst í kjölfar þess að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael og myrtu um 1.200 almenna borgara og tóku um 250 sem gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 35 þúsund Palestínubúa í árásum sínum samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Palestínu. Ekki er gerður greinarmunur í þeim tölum á almennum borgurum og hermönnum. Hundruð þúsunda hafa auk þess þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi.
Viðurkenndu Palestínuríki
Sérstaklega hafa hernaðaraðgerðir þeirra á Rafah verið gagnrýndar en þúsundir manna leituðu skjóls á svæðinu þegar árásir þeirra hófust í október. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðgerðir á Rafah eru Bandaríkjamenn sem yfirleitt eru taldir þeirra helstu bandamenn.
Þrjú ríki lýstu svo í vikunni því yfir að þau viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki, það voru Spánn, Írland og Noregur. Þá hefur aðalsaksóknari Alþjóðasakamáladómstólsins óskað eftir því að gefnar verði út alþjóðlega handtökuskipanir á leiðtoga Ísraelsstjórnar og leiðtoga Hamas.
Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, er ekki bara undir þrýstingi alþjóðlega heldur er aðgerðunum einnig mótmælt í Ísrael. Þar krefjast mótmælendur þess að komist veðri að samkomulagi við Hamas um þá gísla sem ekki hefur enn verið skilað