Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 11:01 Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Steingrímur Dúi Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum. Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis í gær, á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra, skammt norðaustur af Hvolsvelli. Um borð í rútunni voru 26 íslenskir farþegar í hópferð, auk bílstjóra. Sjö voru fluttir á slysadeild í Reykjavík með tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar, en aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Yfirlögregluþjónn segir vettvangsrannsókn lokið. „Núna er bara verið að fara yfir gögn og skipuleggja fyrirhugaðar skýrslustökur af bæði farþegum og bílstjóra,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skýrslur verði teknar af öllum, en óljóst er hvenær hægt verður að klára það verkefni, enda um fjölda fólks að ræða. Rútan valt utan vegar með 26 farþega innanborðs.Aðsend Ræða mögulega við bílstjórann í dag Jón Gunnar segir aðstæður á vettvangi hafa verið nokkuð góðar með tilliti til veðurs. „En það sjást ummerki á veginum, það er nýbúið að hefla þennan veg og hann er mjúkur. Það er að vora og vegirnir geta verið mjúkir. Það voru ummerki um að vegurinn hafi að hluta til gefið sig, en þetta er allt eitthvað sem á eftir að staðfesta í samtali við bílstjóra líka.“ Mögulegt er að rætt verði við bílstjórann í dag, hvort sem um formlega skýrslutöku verði að ræða eða ekki. Hann er ekki í hópi þeirra verst slösuðu. „Þetta eru meiðsli af öllum toga, allt frá marblettum og upp úr. Þeir sem slösuðust hvað alvarlegast eru ennþá á spítala, en síðustu fréttir sem við höfum eru að það séu allir stabílir,“ sagði Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Enginn leitaði til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi opnaði í gær söfnunarsvæði aðstandenda vegna slyssins á Eyrarvegi 23 á Selfossi í húsnæði Rauða krossins í Árnessýslu. Edda Björk Hjörleifsdóttir, formaður deildarinnar, segir engan hafa leitað á söfnunarsvæðið en áfallateymi deildarinnar hafi sinnt hluta hópsins á spítalanum.
Rangárþing ytra Samgönguslys Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira