Þetta var tíundi sigur liðsins og Magdeburg er svo gott sem búið að tryggja sér titilinn. Fjórum stigum og 84 mörkum munar milli þeirra og Fucshe Berlin sem situr í 2. sætinu þegar tveir leikir eru eftir.
Magdeburg er því komið langleiðina með titlaþrennu eftir sigur á HM félagsliða og í þýska bikarnum. Þar að auki eru þeir komnir í undanúrslit (Final Four) í Meistaradeildinni og gætu endað tímabilið sem fjórfaldir meistarar.
Eins og áður segir var Ómar Ingi gjörsamlega allt í öllu. Langmarkahæstur með 16 mörk úr 20 skotum, næstur á eftir honum var Felix Claar með 7 mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 3 mörk og Janus Daði 1 mark auk einnar stoðsendingar.
Í liði Leipzig skoraði Viggó Kristjánsson 1 mark og Andri Már Rúnarsson 2 mörk.
Á sama tíma og sá leikur fór fram unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach stórsigur á Kiel, 40-29, og eru í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti. Þeir sitja nú í 6. sæti, tveimur stigum á eftir Melsungen þegar tvær umferðir eru eftir.